Á móti íslenskum bókmenntum? Kristín Steinsdóttir og Jón Kalmann Stefánsson skrifar 15. júlí 2010 06:00 Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðisaukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesarar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvínandi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrarhvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkurborg sem stefnir á að verða bókmenntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumikillar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækkuðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaútgáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórnvöld drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið varanlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslendingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menningarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðsins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Tillaga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en ríkisstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrímur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Trúlega vita þeir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og sennilega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virðisaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðisaukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesarar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvínandi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrarhvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkurborg sem stefnir á að verða bókmenntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumikillar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækkuðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaútgáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórnvöld drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið varanlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslendingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menningarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðsins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Tillaga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en ríkisstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrímur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun