Njótum auðlindanna saman Marta Eiríksdóttir kennari skrifar 15. júlí 2010 06:00 Ég hef stundum verið að hugsa það hvers vegna opinber fyrirtæki leyfi ekki almenningi að njóta góðs af góðum rekstri. Hvers vegna getum við ekki öll haft það gott? Almenningur er krafinn um svona og svona há gjöld fyrir t.d. rafmagn og vatnsnotkun, þegar í raun væri hægt að innheimta miklu minna. Ég horfi á öll flottheitin í kringum þessi fyrirtæki, miklar byggingar og ótrúlega flott skraut og hugsa: Hefði ekki verið hægt að minnka skrautið og rukka minna? Þetta versnaði til muna hér á landi þegar fyrirtækin urðu einnig að hlutabréfum. Mikið sakna ég þess þegar kaupmennskan var almennt persónulegri og sanngjarnari fyrir alla. Nú er það t.d. þannig í matvörubúðunum, að ef uppáhaldsvaran þín selst ekki nógu hratt hverfur hún úr hillum búðarinnar! Ekkert persónulegt samband lengur við viðskiptavini, engin alúð, bara græða vel á hverri vöru. Það væri gaman að breyta þessu, núna þegar við erum að byggja upp annað og betra Ísland. Heitir pottar á SuðurnesjumÁ Suðurnesjum höfum við íbúarnir notið góðs af rekstri Hitaveitu Suðurnesja, hitareikningar hafa verið frekar sanngjarnir og fólk ráðið við að borga þá. Ég man þegar Hitaveitan byrjaði, þá var talað um að reikningar myndu snarlækka með tímanum og að allir fengju að njóta vel þessara auðlinda saman. Svo opnaðist fyrir Bláa lónið. Þangað gátum við íbúarnir sótt í nokkur ár og baðað okkur án endurgjalds en þarna voru viðskiptatækifæri sem auðvitað bar að nýta og Bláa lónið er nú þekkt út um allan heim. En til þess að Íslendingar hafi sjálfir efni á að fara í lónið sitt, þá þarf aðgangsmiðinn að lækka helst um 75%. Hitaveita Suðurnesja gaf það út um daginn að miklar breytingar munu eiga sér stað á verðskrám fyrirtækisins til almennings. Bráðum ætla þeir að innheimta fyrir hvern vatnsdropa sem íbúarnir nota en fullvissuðu samt fólk um að þetta kæmi líklega ekkert verr út fyrir heimilin. Það getur ekki verið satt og ég hugsaði strax um allt fólkið, sem elskar að vera lengi í heitri sturtunni og láta þreytuna líða úr sér. Eða alla unglingana sem hanga enn lengur í sturtunni en þeir fullorðnu. Eða öll heimilin sem eiga heita vatnspotta fyrir utan heimili sín. Eða allar sundlaugarnar, sem þurfa að endurskoða verðlagningu sína. Þetta eru vondar fréttir. Já en þá verður þetta bara eins og í útlöndum, segir einhver, svona er þetta þar. Já en við erum ekki í útlöndum, við búum á Íslandi og erum ríkasta vatnsþjóð í heimi. Við eigum að njóta þess saman. Við eigum það mikið heitt vatn, að við megum alveg borga minna. Paradís heitra pottaMörg heimili settu heita vatnspotta fyrir framan húsin sín, þegar Hitaveitan kom á Suðurnes og er það eitt af sérkennum margra einbýlishúsa hérna, að vera með heitan pott. Ég reikna með að sanngjörn verðlagning vatnsnotkunar okkar, hafi gert það að verkum að fólki er annt um Hitaveituna og finnst þeir vinna með fólkinu sínu. Alveg eins og gamli Sparisjóðurinn, eitt af vinafyrirtækjum Suðurnesjamanna. Fyrirtæki fólksins. Nú finnst mér eins og við séum að fá rýting í bakið frá góðum vini, Hitaveitu Suðurnesja. Bráðum hækka vatnsgjöldin og þeir sem eiga heita potta munu þurfa að minnka notkun þeirra vegna verðhækkunar. Þeir sem fara í sturtu, verða að þvo sér snöggt, nema þeir vilji borga meira fyrir þann mánuðinn. Okkur mun bregða illilega við. Megum hafa það gottÞessi vatnsfríðindi eru alveg séríslensk. Við eigum næga vatnsorku og nægt heitt vatn hér á landi. Afhverju má almenningur ekki njóta vatns auðlindanna í þessu harðbýla landi? Hvers vegna þurfa fyrirtæki alltaf að hagnast meira og meira? Og fyrir hverja, ef fólkið í landinu fær ekki að njóta þess líka? Við eigum öll að fá að njóta þeirra gæða sem landið okkar gefur. Þetta er okkar sameiginlega eign fyrst og fremst. Landið okkar er gjöfult á heita vatnið og Íslendingar hafa baðað sig í því frá örófi alda. Að fara í sund og heitt bað eru sjálfsögð mannréttindi fyrir Íslendinga. Aðgangur almennings að þessari auðlind á að vera sjálfsagður hlutur. Hvernig væri að láta réttlætið vísa okkur veginn inn í góða framtíð? Engar verðhækkanir takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum verið að hugsa það hvers vegna opinber fyrirtæki leyfi ekki almenningi að njóta góðs af góðum rekstri. Hvers vegna getum við ekki öll haft það gott? Almenningur er krafinn um svona og svona há gjöld fyrir t.d. rafmagn og vatnsnotkun, þegar í raun væri hægt að innheimta miklu minna. Ég horfi á öll flottheitin í kringum þessi fyrirtæki, miklar byggingar og ótrúlega flott skraut og hugsa: Hefði ekki verið hægt að minnka skrautið og rukka minna? Þetta versnaði til muna hér á landi þegar fyrirtækin urðu einnig að hlutabréfum. Mikið sakna ég þess þegar kaupmennskan var almennt persónulegri og sanngjarnari fyrir alla. Nú er það t.d. þannig í matvörubúðunum, að ef uppáhaldsvaran þín selst ekki nógu hratt hverfur hún úr hillum búðarinnar! Ekkert persónulegt samband lengur við viðskiptavini, engin alúð, bara græða vel á hverri vöru. Það væri gaman að breyta þessu, núna þegar við erum að byggja upp annað og betra Ísland. Heitir pottar á SuðurnesjumÁ Suðurnesjum höfum við íbúarnir notið góðs af rekstri Hitaveitu Suðurnesja, hitareikningar hafa verið frekar sanngjarnir og fólk ráðið við að borga þá. Ég man þegar Hitaveitan byrjaði, þá var talað um að reikningar myndu snarlækka með tímanum og að allir fengju að njóta vel þessara auðlinda saman. Svo opnaðist fyrir Bláa lónið. Þangað gátum við íbúarnir sótt í nokkur ár og baðað okkur án endurgjalds en þarna voru viðskiptatækifæri sem auðvitað bar að nýta og Bláa lónið er nú þekkt út um allan heim. En til þess að Íslendingar hafi sjálfir efni á að fara í lónið sitt, þá þarf aðgangsmiðinn að lækka helst um 75%. Hitaveita Suðurnesja gaf það út um daginn að miklar breytingar munu eiga sér stað á verðskrám fyrirtækisins til almennings. Bráðum ætla þeir að innheimta fyrir hvern vatnsdropa sem íbúarnir nota en fullvissuðu samt fólk um að þetta kæmi líklega ekkert verr út fyrir heimilin. Það getur ekki verið satt og ég hugsaði strax um allt fólkið, sem elskar að vera lengi í heitri sturtunni og láta þreytuna líða úr sér. Eða alla unglingana sem hanga enn lengur í sturtunni en þeir fullorðnu. Eða öll heimilin sem eiga heita vatnspotta fyrir utan heimili sín. Eða allar sundlaugarnar, sem þurfa að endurskoða verðlagningu sína. Þetta eru vondar fréttir. Já en þá verður þetta bara eins og í útlöndum, segir einhver, svona er þetta þar. Já en við erum ekki í útlöndum, við búum á Íslandi og erum ríkasta vatnsþjóð í heimi. Við eigum að njóta þess saman. Við eigum það mikið heitt vatn, að við megum alveg borga minna. Paradís heitra pottaMörg heimili settu heita vatnspotta fyrir framan húsin sín, þegar Hitaveitan kom á Suðurnes og er það eitt af sérkennum margra einbýlishúsa hérna, að vera með heitan pott. Ég reikna með að sanngjörn verðlagning vatnsnotkunar okkar, hafi gert það að verkum að fólki er annt um Hitaveituna og finnst þeir vinna með fólkinu sínu. Alveg eins og gamli Sparisjóðurinn, eitt af vinafyrirtækjum Suðurnesjamanna. Fyrirtæki fólksins. Nú finnst mér eins og við séum að fá rýting í bakið frá góðum vini, Hitaveitu Suðurnesja. Bráðum hækka vatnsgjöldin og þeir sem eiga heita potta munu þurfa að minnka notkun þeirra vegna verðhækkunar. Þeir sem fara í sturtu, verða að þvo sér snöggt, nema þeir vilji borga meira fyrir þann mánuðinn. Okkur mun bregða illilega við. Megum hafa það gottÞessi vatnsfríðindi eru alveg séríslensk. Við eigum næga vatnsorku og nægt heitt vatn hér á landi. Afhverju má almenningur ekki njóta vatns auðlindanna í þessu harðbýla landi? Hvers vegna þurfa fyrirtæki alltaf að hagnast meira og meira? Og fyrir hverja, ef fólkið í landinu fær ekki að njóta þess líka? Við eigum öll að fá að njóta þeirra gæða sem landið okkar gefur. Þetta er okkar sameiginlega eign fyrst og fremst. Landið okkar er gjöfult á heita vatnið og Íslendingar hafa baðað sig í því frá örófi alda. Að fara í sund og heitt bað eru sjálfsögð mannréttindi fyrir Íslendinga. Aðgangur almennings að þessari auðlind á að vera sjálfsagður hlutur. Hvernig væri að láta réttlætið vísa okkur veginn inn í góða framtíð? Engar verðhækkanir takk!
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun