Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að það séu um helmingslíkur á að samkomulag náist við Palestínumenn um frið nú þegar 10 mánaða framkvæmdabann á Vesturbakkanum rennur út. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Palestínumenn hafa sagt að þeir muni slíta friðarviðræðum, sem eru nýhafnar, verði framkvæmdabannið ekki framlengt. Ehund Barak er á heimleið þessa stundina en hann hefur verið staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.
Ehud Barak varnarmálaráðherra segir helmingslíkur á friði
Jón Hákon Halldórsson skrifar
