Atvinnutækifærin sem bíða 23. september 2010 06:00 Við Íslendingar þurfum nú að ná sátt um atvinnuuppbyggingu og stuðla að varanlegum og fjölbreyttum störfum fyrir bæði það fólk sem misst hefur vinnuna en ekki síður það unga fólk sem væntanlegt er á vinnumarkaðinn á komandi árum. Það er affarasælast fyrir okkur að leggja kapp á að skapa störf og tekjur og brúa þannig bilið í ríkisfjármálum fremur en að sýna andvaraleysi í atvinnumálum og hækka skatta. Þetta eru engin ný sannindi en þau eiga vel við nú. Suðurnesjamenn hafa barist hatrammlega gegn atvinnuleysi síðustu ár, eða allt frá því Varnarliðið fór af landi brott og skildi eftir sig gríðarlegt atvinnuleysi á svæðinu. Flest nýrra atvinnuverkefna hafa ekki farið hátt. Þau hafa flest orðið til í hugskoti duglegs athafnafólks. Má þar nefna fjölmörg verkefni allt frá kaffibrennslu til álendurvinnslu, ferðaþjónustu til Víkingaheima, harðfiskgerðar, menningar- og leikhússtarfsemi og skólaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þessi verkefni hafa skapað hundruð fjölbreyttra starfa á Suðurnesjum og hafa bætt mannlíf og fjölgað störfum. Þessari fjölbreyttu flóru af nýjum störfum er sjaldan hampað, hvorki af stjórnmálamönnum né þeim sem gagnrýna mest atvinnuuppbyggingu í landinu undanfarin ár. Látið er í veðri vaka að áherslan sé öll á stóriðju. Staðreyndin er hins vegar sú að fjölbreytni í atvinnulífi í landinu hefur aldrei verið meiri undanfarinn áratug og ég er sannfærður um að besta leiðin til atvinnuuppbyggingar sé skynsöm blanda af stærri iðnaði og margvíslegum smærri verkefnum sem oft hefja sig á loft í tengslum við uppbyggingu iðnaðar og tengdra greina. Á undanförnum mánuðum hefur farið fram mikil umræða um atvinnumál á Suðurnesjum og þau atvinnuverkefni sem unnið hefur verið að þar á undanförnum árum. Öll þessi verkefni hafa farið sinn eðlilega farveg með mati á umhverfisáhrifum og skipulagi. Öll þessi verkefni myndu þýða að meðaltekjur á Reykjanesi hækka sem þýðir betri afkomu bæjarfélagsins og enn betri samfélagsþjónustu. Mörg verkefni í undirbúningiÍ töflunni hér á síðunni má sjá þau stærri verkefni sem eru í undirbúningi á Suðurnesjum en hafa mörg hver lent í hremmingum vegna tortryggni eða andstöðu stjórnmálaafla. Taflan sýnir að varanleg störf sem skapast í kringum þessi verkefni eru um rösklega tvö þúsund og þar er í langflestum tilfellum um að ræða störf sem mundu stuðla að hærri meðallaunum á mann á Suðurnesjum en svæðið er nú með ein lægstu meðallaun á landinu. Í töflunni kemur einnig fram að tekjur hins opinbera af þeim fyrirtækjum sem nefnd eru næmu tæpum 9 milljörðum króna. Ég vil sérstaklega geta þess að með uppbyggingu þessara fyrirtækja hef ég trú á að byggja megi upp öflugan klasa sérfræðifyrirtækja í kringum þessa starfsemi. Nægir þar að nefna margvíslega, sérhæfða stoðþjónustu, endurvinnslu, verkfræði- og tækniþjónustu sem gæti myndast í kringum hana og gæti orðið eins konar klasar þekkingar á svæðinu. Í töflunni er varlega áætlað að þessi fyrirtæki gætu skapað 200 varanleg störf á svæðinu á fyrstu árum. Tölurnar sem birtar eru í töflunni eru fremur varfærnar. Miðað við reynsluna á Grundartanga mun heildarfjöldi starfa hjá Norðuráli Helguvík og þjónustuaðilum verða allt að 2.000. Af heildinni má reikna með að um 60% þjónustuaðila séu af Suðurnesjum en flestir hinna af höfuðborgarsvæðinu en ætla má að framkvæmdir við álver í Helguvík og rekstur þess skapi a.m.k. 350 störf á höfuðborgarsvæðinu árið 2011 og vaxi svo upp í 600-800 störf. Betur launuð störfÞau störf sem í boði geta verið gera mörg kröfur til tæknimenntunar eða annarrar framheldsmenntunar. Reiknað er með að tæplega 100 stöðugildi skapist í gagnaveri þegar byggingu þess er lokið aðallega fyrir háskólamenntað og sérfræðimenntað á sviði rafmagns-, vélaverkfræði og upplýsingatækni. Í álverinu í Helguvík er einnig þörf fyrir tæknimenntað fólk. Ekki þarf að fjölyrða um að opnun sjúkrahúss mun sömuleiðis krefjast sérmenntunar. Hagfræðingar hafa á orði að erfitt sé að reikna raunveruleg áhrif nýrra atvinnufyrirtækja þar sem atvinnuleysi hafi verið lítið hérlendis. Þannig fullyrða hagfræðingar með ágætum rökum að einstaklingar hefðu eflaust unnið við eitthvað annað ef þessi tækifæri hefðu ekki skapast. Þetta hefur m.a. komið fram í mati hagfræðinga á álversuppbyggingu. Hér kann þó að vera öðruvísi farið með uppbyggingu áðurnefndra atvinnufyrirtækja á Suðurnesjum þar sem viðvarandi atvinnuleysi hefur verið á svæðinu síðustu ár og í mörgum tilfellum eru þeir einstaklingar, sem hafa menntað sig á sviðum eins og í tæknigreinum og lækningum, helst þeir sem hafa flust úr landi á undanförnum árum. Það eru mörg tækifæri á Suðurnesjum til að snúa við óheillaþróun í atvinnumálum. Snúum bökum saman um skynsama atvinnuuppbyggingu sem byggir á fjölgun starfa í öflugum iðnfyrirtækjum og fjölbreyttri flóru minni fyrirtækja. Saman skapa þessi fyrirtæki vel launuð og góð störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar þurfum nú að ná sátt um atvinnuuppbyggingu og stuðla að varanlegum og fjölbreyttum störfum fyrir bæði það fólk sem misst hefur vinnuna en ekki síður það unga fólk sem væntanlegt er á vinnumarkaðinn á komandi árum. Það er affarasælast fyrir okkur að leggja kapp á að skapa störf og tekjur og brúa þannig bilið í ríkisfjármálum fremur en að sýna andvaraleysi í atvinnumálum og hækka skatta. Þetta eru engin ný sannindi en þau eiga vel við nú. Suðurnesjamenn hafa barist hatrammlega gegn atvinnuleysi síðustu ár, eða allt frá því Varnarliðið fór af landi brott og skildi eftir sig gríðarlegt atvinnuleysi á svæðinu. Flest nýrra atvinnuverkefna hafa ekki farið hátt. Þau hafa flest orðið til í hugskoti duglegs athafnafólks. Má þar nefna fjölmörg verkefni allt frá kaffibrennslu til álendurvinnslu, ferðaþjónustu til Víkingaheima, harðfiskgerðar, menningar- og leikhússtarfsemi og skólaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þessi verkefni hafa skapað hundruð fjölbreyttra starfa á Suðurnesjum og hafa bætt mannlíf og fjölgað störfum. Þessari fjölbreyttu flóru af nýjum störfum er sjaldan hampað, hvorki af stjórnmálamönnum né þeim sem gagnrýna mest atvinnuuppbyggingu í landinu undanfarin ár. Látið er í veðri vaka að áherslan sé öll á stóriðju. Staðreyndin er hins vegar sú að fjölbreytni í atvinnulífi í landinu hefur aldrei verið meiri undanfarinn áratug og ég er sannfærður um að besta leiðin til atvinnuuppbyggingar sé skynsöm blanda af stærri iðnaði og margvíslegum smærri verkefnum sem oft hefja sig á loft í tengslum við uppbyggingu iðnaðar og tengdra greina. Á undanförnum mánuðum hefur farið fram mikil umræða um atvinnumál á Suðurnesjum og þau atvinnuverkefni sem unnið hefur verið að þar á undanförnum árum. Öll þessi verkefni hafa farið sinn eðlilega farveg með mati á umhverfisáhrifum og skipulagi. Öll þessi verkefni myndu þýða að meðaltekjur á Reykjanesi hækka sem þýðir betri afkomu bæjarfélagsins og enn betri samfélagsþjónustu. Mörg verkefni í undirbúningiÍ töflunni hér á síðunni má sjá þau stærri verkefni sem eru í undirbúningi á Suðurnesjum en hafa mörg hver lent í hremmingum vegna tortryggni eða andstöðu stjórnmálaafla. Taflan sýnir að varanleg störf sem skapast í kringum þessi verkefni eru um rösklega tvö þúsund og þar er í langflestum tilfellum um að ræða störf sem mundu stuðla að hærri meðallaunum á mann á Suðurnesjum en svæðið er nú með ein lægstu meðallaun á landinu. Í töflunni kemur einnig fram að tekjur hins opinbera af þeim fyrirtækjum sem nefnd eru næmu tæpum 9 milljörðum króna. Ég vil sérstaklega geta þess að með uppbyggingu þessara fyrirtækja hef ég trú á að byggja megi upp öflugan klasa sérfræðifyrirtækja í kringum þessa starfsemi. Nægir þar að nefna margvíslega, sérhæfða stoðþjónustu, endurvinnslu, verkfræði- og tækniþjónustu sem gæti myndast í kringum hana og gæti orðið eins konar klasar þekkingar á svæðinu. Í töflunni er varlega áætlað að þessi fyrirtæki gætu skapað 200 varanleg störf á svæðinu á fyrstu árum. Tölurnar sem birtar eru í töflunni eru fremur varfærnar. Miðað við reynsluna á Grundartanga mun heildarfjöldi starfa hjá Norðuráli Helguvík og þjónustuaðilum verða allt að 2.000. Af heildinni má reikna með að um 60% þjónustuaðila séu af Suðurnesjum en flestir hinna af höfuðborgarsvæðinu en ætla má að framkvæmdir við álver í Helguvík og rekstur þess skapi a.m.k. 350 störf á höfuðborgarsvæðinu árið 2011 og vaxi svo upp í 600-800 störf. Betur launuð störfÞau störf sem í boði geta verið gera mörg kröfur til tæknimenntunar eða annarrar framheldsmenntunar. Reiknað er með að tæplega 100 stöðugildi skapist í gagnaveri þegar byggingu þess er lokið aðallega fyrir háskólamenntað og sérfræðimenntað á sviði rafmagns-, vélaverkfræði og upplýsingatækni. Í álverinu í Helguvík er einnig þörf fyrir tæknimenntað fólk. Ekki þarf að fjölyrða um að opnun sjúkrahúss mun sömuleiðis krefjast sérmenntunar. Hagfræðingar hafa á orði að erfitt sé að reikna raunveruleg áhrif nýrra atvinnufyrirtækja þar sem atvinnuleysi hafi verið lítið hérlendis. Þannig fullyrða hagfræðingar með ágætum rökum að einstaklingar hefðu eflaust unnið við eitthvað annað ef þessi tækifæri hefðu ekki skapast. Þetta hefur m.a. komið fram í mati hagfræðinga á álversuppbyggingu. Hér kann þó að vera öðruvísi farið með uppbyggingu áðurnefndra atvinnufyrirtækja á Suðurnesjum þar sem viðvarandi atvinnuleysi hefur verið á svæðinu síðustu ár og í mörgum tilfellum eru þeir einstaklingar, sem hafa menntað sig á sviðum eins og í tæknigreinum og lækningum, helst þeir sem hafa flust úr landi á undanförnum árum. Það eru mörg tækifæri á Suðurnesjum til að snúa við óheillaþróun í atvinnumálum. Snúum bökum saman um skynsama atvinnuuppbyggingu sem byggir á fjölgun starfa í öflugum iðnfyrirtækjum og fjölbreyttri flóru minni fyrirtækja. Saman skapa þessi fyrirtæki vel launuð og góð störf.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun