Erlent

Hillary: Ógn við umheiminn

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/AP

Hillary Clinton, utanríkisráðherra, telur að órógleiki og óstöðugt ástand í Jemen sé ekki einungis svæðisbundin ógn heldur ógn við umheiminn. Hún segir að stjórnvöld í Jemen verði að grípa til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum í landinu annars kunni þau að missa stuðning Vesturlanda.

Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen var lokað af öryggisástæðum um helgina. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum al-Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendiráðið.

Nígeríumaðurinn sem gerði tilraun til þess að sprengja farþegavél Northwest-flugfélagsins í loft upp á jóladag í flugi milli Amsterdam og Detroit hlaut hryðjuverkaþjálfun í búðum al-Kaída sem samtökin hafa komið sér upp í Jemen. Landið er fátækt og fjöllótt og stjórnvöld hafa lítið eftirlit utan höfuðborgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×