Erlent

Fjögurra ára drengur skotinn til bana í kirkju

Fjögurra ára gamall bandarískur drengur lést þegar byssukúla hæfði hann þegar hann var með foreldrum sínum í kirkju um helgina í bænum Dacatur í Georogíu ríki. Drengur hneig niður og það var ekki fyrr en læknar komu á staðinn að menn áttuðu sig á því að hann hafði orðið fyrir byssukúlu.

Enginn hefur hugmynd um hver tók í gikkinn og ekkert byssuskot heyrðist í kirkjunni að sögn gesta og því telja sérfræðingar að kúlunni hafi verið skotið í um kílómeters fjarlægð úr AK-47 riffli. Foreldrar drengsins hafa skorað á byssumanninn að gefa sig fram en án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×