Jón Karl Ólafsson: Ó, borg, mín borg Jón Karl Ólafsson skrifar 1. maí 2010 06:00 Eitt er víst í lífinu, að tíminn líður og nú er enn einu sinni komið að því, að kjósa til sveitarstjórnar í landinu. Kosningar nú fara fram í skugga einnar verstu kreppu sem riðið hefur yfir heiminn, með gríðarlegum áhrifum hér á landi sem annars staðar. Við höfum í raun þurft að endurmeta alla hluti í okkar efnahags- og viðskiptalífi. Reykjavíkurborg hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum, enda hafa vaxandi atvinnuleysi og erfiðleikar í rekstri fyrirtækja mikil áhrif á tekjur og afkomu borgarinnar. Núverandi meirihluti hefur gengið til verka af festu og öryggi. Skattar hafa ekki verið hækkaðir í borginni, heldur hefur verið farið í að endurmeta þjónustu með það að leiðarljósi, að ná niður kostnaði, með sem minnstum áhrifum á þjónustu við borgarbúa. Mikill árangur hefur náðst í að hagræða í rekstri og fjárhagsstaða borgarinnar er sterk, þrátt fyrir lækkandi tekjur. Þetta er nokkuð ólíkt þeim leiðum sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, þar sem skattahækkanir hafa skollið á okkur sem aldrei fyrr. Það er einfaldlega staðreynd, að það hefur aldrei gengið að snúa kreppu við með skattahækkunum. Það verður að fá hjólin til að snúast aftur og hvetja fólk til dáða. Slíkt næst ekki með skattahækkunum og vaxandi forsjárhyggju hins opinbera. Við verðum að verjast því að fá vinnubrögð ríkisstjórnarinnar inn í rekstur borgarinnar okkar. Síðasta kjörtímabil var um margt mjög sérstakt í Reykjavík. Meirihlutaskipti voru tíð í upphafi tímabils, með tilheyrand óvissu og oft nokkuð sérstökum uppákomum. Sem betur fer náðist stöðugleiki með myndun núverandi meirihluta. Undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, hefur vinnubrögðum í borginni verið gjörbreytt. Samvinna hefur verið aukin á öllum sviðum, bæði við starfsmenn borgarinnar, sem og fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. Menn hafa náð saman um að vinna að því sem allir geta verið nær sammála um, í stað þess að leggja áherslu á þau málefni sem ósamstaða er um. Það er ljóst að þessi samvinna hefur átt mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri borgarinnar. Það er einnig ljóst, að kjósendur kunna að meta þessa staðreynd, eins og fram kemur í niðurstöðum skoðanakannana um fylgi Hönnu Birnu til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri. Margir eru orðnir langþreyttir á pólitísku þrasi og það sést greinilega að áhugi á stjórnmálum og trú á stjórnmálamönnum hefur sjaldan verið minni. Við megum ekki láta atburði síðustu mánaða draga úr okkur mátt. Það erum jú við sem veljum þá fulltrúa til forystu, sem fara með mál okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að stöðugleiki ríki áfram við stjórn borgarinnar okkar. Það er enn mikilvægara, að við höfum áfram við stjórn aðila sem framkvæma og koma hlutum áfram. Við þurfum ekki stjórnendur sem tala mikið en segja lítið. Við verðum að kynna okkur málefnin, taka afstöðu og að sjálfsögðu að mæta síðan á kjörstað og kjósa. Vinnum saman að því að tryggja áfram framfarir í borginni okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Eitt er víst í lífinu, að tíminn líður og nú er enn einu sinni komið að því, að kjósa til sveitarstjórnar í landinu. Kosningar nú fara fram í skugga einnar verstu kreppu sem riðið hefur yfir heiminn, með gríðarlegum áhrifum hér á landi sem annars staðar. Við höfum í raun þurft að endurmeta alla hluti í okkar efnahags- og viðskiptalífi. Reykjavíkurborg hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum, enda hafa vaxandi atvinnuleysi og erfiðleikar í rekstri fyrirtækja mikil áhrif á tekjur og afkomu borgarinnar. Núverandi meirihluti hefur gengið til verka af festu og öryggi. Skattar hafa ekki verið hækkaðir í borginni, heldur hefur verið farið í að endurmeta þjónustu með það að leiðarljósi, að ná niður kostnaði, með sem minnstum áhrifum á þjónustu við borgarbúa. Mikill árangur hefur náðst í að hagræða í rekstri og fjárhagsstaða borgarinnar er sterk, þrátt fyrir lækkandi tekjur. Þetta er nokkuð ólíkt þeim leiðum sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, þar sem skattahækkanir hafa skollið á okkur sem aldrei fyrr. Það er einfaldlega staðreynd, að það hefur aldrei gengið að snúa kreppu við með skattahækkunum. Það verður að fá hjólin til að snúast aftur og hvetja fólk til dáða. Slíkt næst ekki með skattahækkunum og vaxandi forsjárhyggju hins opinbera. Við verðum að verjast því að fá vinnubrögð ríkisstjórnarinnar inn í rekstur borgarinnar okkar. Síðasta kjörtímabil var um margt mjög sérstakt í Reykjavík. Meirihlutaskipti voru tíð í upphafi tímabils, með tilheyrand óvissu og oft nokkuð sérstökum uppákomum. Sem betur fer náðist stöðugleiki með myndun núverandi meirihluta. Undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, hefur vinnubrögðum í borginni verið gjörbreytt. Samvinna hefur verið aukin á öllum sviðum, bæði við starfsmenn borgarinnar, sem og fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. Menn hafa náð saman um að vinna að því sem allir geta verið nær sammála um, í stað þess að leggja áherslu á þau málefni sem ósamstaða er um. Það er ljóst að þessi samvinna hefur átt mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri borgarinnar. Það er einnig ljóst, að kjósendur kunna að meta þessa staðreynd, eins og fram kemur í niðurstöðum skoðanakannana um fylgi Hönnu Birnu til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri. Margir eru orðnir langþreyttir á pólitísku þrasi og það sést greinilega að áhugi á stjórnmálum og trú á stjórnmálamönnum hefur sjaldan verið minni. Við megum ekki láta atburði síðustu mánaða draga úr okkur mátt. Það erum jú við sem veljum þá fulltrúa til forystu, sem fara með mál okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að stöðugleiki ríki áfram við stjórn borgarinnar okkar. Það er enn mikilvægara, að við höfum áfram við stjórn aðila sem framkvæma og koma hlutum áfram. Við þurfum ekki stjórnendur sem tala mikið en segja lítið. Við verðum að kynna okkur málefnin, taka afstöðu og að sjálfsögðu að mæta síðan á kjörstað og kjósa. Vinnum saman að því að tryggja áfram framfarir í borginni okkar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun