Jón Karl Ólafsson: Ó, borg, mín borg Jón Karl Ólafsson skrifar 1. maí 2010 06:00 Eitt er víst í lífinu, að tíminn líður og nú er enn einu sinni komið að því, að kjósa til sveitarstjórnar í landinu. Kosningar nú fara fram í skugga einnar verstu kreppu sem riðið hefur yfir heiminn, með gríðarlegum áhrifum hér á landi sem annars staðar. Við höfum í raun þurft að endurmeta alla hluti í okkar efnahags- og viðskiptalífi. Reykjavíkurborg hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum, enda hafa vaxandi atvinnuleysi og erfiðleikar í rekstri fyrirtækja mikil áhrif á tekjur og afkomu borgarinnar. Núverandi meirihluti hefur gengið til verka af festu og öryggi. Skattar hafa ekki verið hækkaðir í borginni, heldur hefur verið farið í að endurmeta þjónustu með það að leiðarljósi, að ná niður kostnaði, með sem minnstum áhrifum á þjónustu við borgarbúa. Mikill árangur hefur náðst í að hagræða í rekstri og fjárhagsstaða borgarinnar er sterk, þrátt fyrir lækkandi tekjur. Þetta er nokkuð ólíkt þeim leiðum sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, þar sem skattahækkanir hafa skollið á okkur sem aldrei fyrr. Það er einfaldlega staðreynd, að það hefur aldrei gengið að snúa kreppu við með skattahækkunum. Það verður að fá hjólin til að snúast aftur og hvetja fólk til dáða. Slíkt næst ekki með skattahækkunum og vaxandi forsjárhyggju hins opinbera. Við verðum að verjast því að fá vinnubrögð ríkisstjórnarinnar inn í rekstur borgarinnar okkar. Síðasta kjörtímabil var um margt mjög sérstakt í Reykjavík. Meirihlutaskipti voru tíð í upphafi tímabils, með tilheyrand óvissu og oft nokkuð sérstökum uppákomum. Sem betur fer náðist stöðugleiki með myndun núverandi meirihluta. Undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, hefur vinnubrögðum í borginni verið gjörbreytt. Samvinna hefur verið aukin á öllum sviðum, bæði við starfsmenn borgarinnar, sem og fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. Menn hafa náð saman um að vinna að því sem allir geta verið nær sammála um, í stað þess að leggja áherslu á þau málefni sem ósamstaða er um. Það er ljóst að þessi samvinna hefur átt mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri borgarinnar. Það er einnig ljóst, að kjósendur kunna að meta þessa staðreynd, eins og fram kemur í niðurstöðum skoðanakannana um fylgi Hönnu Birnu til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri. Margir eru orðnir langþreyttir á pólitísku þrasi og það sést greinilega að áhugi á stjórnmálum og trú á stjórnmálamönnum hefur sjaldan verið minni. Við megum ekki láta atburði síðustu mánaða draga úr okkur mátt. Það erum jú við sem veljum þá fulltrúa til forystu, sem fara með mál okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að stöðugleiki ríki áfram við stjórn borgarinnar okkar. Það er enn mikilvægara, að við höfum áfram við stjórn aðila sem framkvæma og koma hlutum áfram. Við þurfum ekki stjórnendur sem tala mikið en segja lítið. Við verðum að kynna okkur málefnin, taka afstöðu og að sjálfsögðu að mæta síðan á kjörstað og kjósa. Vinnum saman að því að tryggja áfram framfarir í borginni okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Eitt er víst í lífinu, að tíminn líður og nú er enn einu sinni komið að því, að kjósa til sveitarstjórnar í landinu. Kosningar nú fara fram í skugga einnar verstu kreppu sem riðið hefur yfir heiminn, með gríðarlegum áhrifum hér á landi sem annars staðar. Við höfum í raun þurft að endurmeta alla hluti í okkar efnahags- og viðskiptalífi. Reykjavíkurborg hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum, enda hafa vaxandi atvinnuleysi og erfiðleikar í rekstri fyrirtækja mikil áhrif á tekjur og afkomu borgarinnar. Núverandi meirihluti hefur gengið til verka af festu og öryggi. Skattar hafa ekki verið hækkaðir í borginni, heldur hefur verið farið í að endurmeta þjónustu með það að leiðarljósi, að ná niður kostnaði, með sem minnstum áhrifum á þjónustu við borgarbúa. Mikill árangur hefur náðst í að hagræða í rekstri og fjárhagsstaða borgarinnar er sterk, þrátt fyrir lækkandi tekjur. Þetta er nokkuð ólíkt þeim leiðum sem núverandi ríkisstjórn hefur farið, þar sem skattahækkanir hafa skollið á okkur sem aldrei fyrr. Það er einfaldlega staðreynd, að það hefur aldrei gengið að snúa kreppu við með skattahækkunum. Það verður að fá hjólin til að snúast aftur og hvetja fólk til dáða. Slíkt næst ekki með skattahækkunum og vaxandi forsjárhyggju hins opinbera. Við verðum að verjast því að fá vinnubrögð ríkisstjórnarinnar inn í rekstur borgarinnar okkar. Síðasta kjörtímabil var um margt mjög sérstakt í Reykjavík. Meirihlutaskipti voru tíð í upphafi tímabils, með tilheyrand óvissu og oft nokkuð sérstökum uppákomum. Sem betur fer náðist stöðugleiki með myndun núverandi meirihluta. Undir stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, hefur vinnubrögðum í borginni verið gjörbreytt. Samvinna hefur verið aukin á öllum sviðum, bæði við starfsmenn borgarinnar, sem og fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn. Menn hafa náð saman um að vinna að því sem allir geta verið nær sammála um, í stað þess að leggja áherslu á þau málefni sem ósamstaða er um. Það er ljóst að þessi samvinna hefur átt mikinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur í rekstri borgarinnar. Það er einnig ljóst, að kjósendur kunna að meta þessa staðreynd, eins og fram kemur í niðurstöðum skoðanakannana um fylgi Hönnu Birnu til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri. Margir eru orðnir langþreyttir á pólitísku þrasi og það sést greinilega að áhugi á stjórnmálum og trú á stjórnmálamönnum hefur sjaldan verið minni. Við megum ekki láta atburði síðustu mánaða draga úr okkur mátt. Það erum jú við sem veljum þá fulltrúa til forystu, sem fara með mál okkar. Það er gríðarlega mikilvægt að stöðugleiki ríki áfram við stjórn borgarinnar okkar. Það er enn mikilvægara, að við höfum áfram við stjórn aðila sem framkvæma og koma hlutum áfram. Við þurfum ekki stjórnendur sem tala mikið en segja lítið. Við verðum að kynna okkur málefnin, taka afstöðu og að sjálfsögðu að mæta síðan á kjörstað og kjósa. Vinnum saman að því að tryggja áfram framfarir í borginni okkar.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun