Erlent

Indversk ráðgáta: Segist hafa fastað alla sína ævi

Prahlad Jani er ansi horaður eftir ævilanga föstu.
Prahlad Jani er ansi horaður eftir ævilanga föstu.

Indverjinn Prahlad Jani fullyrðir að hann hafi lifað í um sjötíu ár án þess að borða eða drekka. Vísindamenn eru furðu lostnir en Jani er haldið í einangrun á spítala í indversku borginni Ahmedabad.

Þar fylgjast vísindamenn náið með honum og hafa nú gert í sex daga. Jani sýnir engin merki um næringarleysi enn sem komið er. Aftur á móti er ekki óþekkt að Indverjar fasti í allt að tíu daga. Því stendur til að rannsaka Jani í hálfan mánuð eða 15 daga og sjá hvaða áhrif næringaleysið hefur á líkama hans.

Jani er mikil ráðgáta í augum vísindamanna í Indlandi en hann segist hafa farið að heiman sjö ára gamall og tileinkað sér Hindúatrú. Hann sé nú það er kallað sadhu og þýðir heilagur maður.

Hann heldur því fram að hann þurfi ekki að borða né drekka. Hann fái alla sína lífsorku í gegnum indverska guði.

Vísindamenn rannsaka Jani í þeirri von um að hann hafi sannarlega þann hæfileika að geta lifað án nokkurrar næringar. Eftir fimmtán daga föstu fer að stjórsjá á fólki og því auðvelt að komast að því hvort Jani sé að segja satt eða ekki.

Stjórnvöld í Indlandi hafa hiinsvegar sýnt honum mikinn áhuga þar sem þeir vilja þjálfa hermennina sína þannig þeir geti komist af í erfiðum aðstæðum án næringar.

Þá væri hægt að nýta sömu tækni til þess að halda fólki á lífi í lengri tíma til dæmis ef það festist inni í rústum húsa eftir jarðskjálfta.

Það var Daily Telegraph sem greindi frá þessu en greinina má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×