Nafli alheimsins Guðmundur Andri Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:45 Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau vöktu athygli, orð Péturs Blöndal alþingismanns, um að skuldarar sæju ekkert nema naflann á sjálfum sér. Þetta er alveg rétt hjá Pétri og merkilegt að hann skuli loks sjá þetta. En það er ekki skrítið að við horfum bara á okkar eigin nafla því að í augum fjármagnseigenda virðist þetta vera nafli alheims. Og í þennan nafla á að sækja aukið rekstrarfé til fjárvana bankakerfis, aukna vexti til handa soltnum sparifjáreigendum og auknar tekjur til gjaldþrota ríkissjóðs. Allar stoðir hins endurreista bankakerfis á að reisa og byggja úr kuskinu úr þessum áhorfða nafla lánþega. Og ef við vogum okkur að spyrja hvort þetta sé ekki pínulítið óréttlátt, þá eru sendir út af örkinni sendisveinar á borð við Þórólf Matthíasson. Hans hlutverk er að skrifa lærðar greinar þess eðlis að verði á skuldara hlustað þá skapi það áður óþekkta stærð fjármagnsflutninga milli stétta. Orðrétt segir Þórólfur í grein sinni í Fréttablaðinu þann, 29. júní: „Afleiðingar af dómi Hæstaréttar um lögmæti svokallaðra myntkörfulána hafa hlotið mikla athygli enda kann í þeim að felast flutningur hundraða milljarða króna milli einstaklinga í hagkerfinu." Það er merkilegt að Þórólfur, Pétur og aðrir fjármagnsverðir, hafi nú af því stórar áhyggjur að einhver tilfærsla verði á fjármagni milli stétta. Ekki heyrðist mikið í þeim þegar vel á annað þúsund milljarðar voru með einni löglausri tilskipun fluttir úr vasa skuldugra skattgreiðenda í vasa þessara sömu fjármagnseigenda og nú má ekki hreyfa við. Og öllum tillögum undirritaðs um að kannski væri nú rétt að skattleggja þá gjafagjörninga er sópað undir borð með þeim orðum að þessi Samtök lánþega séu nú ekkert sérlega ekta. Annað sem er merkilegt við afstöðu fjármagnsvarða er að þegar ríkissjóður lánaði tveimur einkafyrirtækjum tugi milljarða óverðtryggt á 2% vöxtum, þá var það bara allt í lagi. Einkafyrirtækin þökkuðu fyrir sig með því að eignfæra í bókum sínum mismun á markaðsvöxtum og þessum gjafavöxtum. Síðan var sú eign veðsett. Ef við aftur á móti, skuldugir borgarar, gerumst svo frakkir að krefja fjármálafyrirtækin um að orð og samningar skuli standa þá stekkur sjálfur efnahags- og viðskiptaráðherrann upp á hæsta stólinn í ráðuneytinu og byrjar að tala um réttlæti. Segir að í því felist hróplegt ranglæti ef umsamdir samningsvextir standi eftir þegar búið er að dæma gengistryggingu ólögmæta. Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju það er óréttlátt að lánþegar greiði fjármálafyrirtækjum til baka umsaminn höfuðstól á umsömdum samningsvöxtum. En á sama tíma sé í lagi að almenningur láni þessum sömu fyrirtækjum tugi milljarða á óverðtryggðum 2% vöxtum. Það er því ekki skrítið að við horfum stanslaust í eigin nafla Pétur. Við erum nefnilega að leita að öllum þessum peningum sem þú og þínir líkar sjáið endalaust þarna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun