Lífið

Með Lennon á heilanum

liam gallagher Fyrrverandi söngvari Oasis hefur verið með John Lennon á heilanum síðan hann var átta ára.
liam gallagher Fyrrverandi söngvari Oasis hefur verið með John Lennon á heilanum síðan hann var átta ára.
Liam Gallagher, fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi söngvari Beady Eye, segist hafa verið með John Lennon á heilanum síðan hann var átta ára. Þá sá hann myndband við Lennon-lagið Imagine í sjónvarpinu. „Ég var átta ára og man að ég kom niður stigann og sá Imagine í sjónvarpinu," sagði Gallagher. „Ég er hrifinn af rödd Lennons, þetta snýst allt um hana. Mér er alveg sama þótt hann hafi barist fyrir friði eða verið ástfanginn af Yoko. Ég er bara hrifinn af röddinni hans. Hún hreyfir við mér. Hún getur gert mig sorgmæddan, glaðan, reiðan eða hvað sem er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.