Dafnis og Klói eftir Ravel 24. mars 2010 04:00 Þorgerður Ingólfsdóttir leiðir kóra sína með Sinfóníunni í flutningi á Dafnis og Klóa eftir Ravel annað kvöld. mynd fréttablaðið/ Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri mætir með Hamrahlíðarkóra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfóníunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elskendurna ungu sem lenda í hremmingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjartur hljómur þeirra Hamrahlíðarkóranna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartónlist 20. aldarinnar. Hindemith samdi sinfóníuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grünewald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isenheim. Hvorki sinfónían né óperan féllu yfirvöldum í geð í Þýskalandi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningnum og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballettinn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri mætir með Hamrahlíðarkóra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfóníunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elskendurna ungu sem lenda í hremmingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjartur hljómur þeirra Hamrahlíðarkóranna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartónlist 20. aldarinnar. Hindemith samdi sinfóníuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grünewald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isenheim. Hvorki sinfónían né óperan féllu yfirvöldum í geð í Þýskalandi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningnum og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballettinn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira