Dafnis og Klói eftir Ravel 24. mars 2010 04:00 Þorgerður Ingólfsdóttir leiðir kóra sína með Sinfóníunni í flutningi á Dafnis og Klóa eftir Ravel annað kvöld. mynd fréttablaðið/ Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri mætir með Hamrahlíðarkóra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfóníunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elskendurna ungu sem lenda í hremmingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjartur hljómur þeirra Hamrahlíðarkóranna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartónlist 20. aldarinnar. Hindemith samdi sinfóníuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grünewald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isenheim. Hvorki sinfónían né óperan féllu yfirvöldum í geð í Þýskalandi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningnum og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballettinn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Á morgun verður hljómurinn fagur þegar Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri mætir með Hamrahlíðarkóra sína í Háskólabíó og tekur þátt í tónleikum vikunnar með Sinfóníunni. Flestir eru á einu máli um að balletttónlistin við Dafnis og Klói sé með því besta sem Maurice Ravel samdi um ævina, og er þó af nógu að taka. Goðsögnin um elskendurna ungu sem lenda í hremmingum þegar hin yndisfagra Klói er numin á brott af sjóræningjum, er allt í senn: ástleitin, spennandi, hrífandi fögur, en ballettinn hefur ekki heyrst í heilu lagi hér á landi svo áratugum skiptir. Æskubjartur hljómur þeirra Hamrahlíðarkóranna fer einkar vel í þessu verki sem lýsir ungum ástum með svo mögnuðum hætti. Auk þess hljómar á tónleikunum hin geysifagra Mathis der Maler-sinfónía eftir Paul Hindemith, annað lykilverk í hljómsveitartónlist 20. aldarinnar. Hindemith samdi sinfóníuna árið 1934 upp úr samnefndri óperu sinni um þýska málarann Matthias Grünewald, sem meðal annars gerði meistaralega altaristöflu í Isenheim. Hvorki sinfónían né óperan féllu yfirvöldum í geð í Þýskalandi á sinni tíð, nasistar lögðu hart að stjórnandanum Wilhelm Furtwängler að aflýsa flutningnum og að endingu flýði tónskáldið land undan ógnarstjórninni. Verkið hefur þó ávallt verið talið eitt það besta sem Hindemith samdi um ævina og sérstakt ánægjuefni að það skuli hljóma á tónleikum SÍ. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Eva Ollikainen. Hún er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Eva Ollikainen hefur meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníuhljómsveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg og Þrándheimi. Þá debúteraði hún við Konunglegu sænsku óperuna 2008 í óperum eftir Ravel og Stravinskíj, og hefur auk þess stjórnað við Finnska þjóðarballettinn. Hún kom fyrst til Íslands haustið 2005 og stjórnaði framhaldsskólatónleikum. Þetta er í annað sinn sem hún stjórnar hljómsveitinni á þessu starfsári en síðast var hún hér í nóvember og stjórnaði Schumann og Brahms. pbb@frettablaðið.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira