Eurovision: Níu dagar í fyrstu æfingu 8. maí 2010 18:00 Hera og hennar fólk býr sig undir ferðalagið. „Við erum ekki búin að panta miða í Norrænu. Við ætlum að bíða með það fram á síðustu stundu," segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er enn að setja flugsamgöngur úr skorðum í Evrópu og nú styttist í að Eurovision-hópurinn haldi út til Osló. Samkvæmt opinbera skipulaginu er fyrsta æfing íslenska hópsins 17. maí þannig að ferðadagur er einum til tveimur dögum fyrir þann tíma. Jónatan segir Norrænu vissulega vera möguleika en hann sé fjarlægur. „Það myndi útheimta meiri kostnað, við þyrftum að leigja langferðabíl undir allt dótið. Ef þessi staða kæmi upp, að flugsamgöngur frá landinu lægju niðri í marga daga, þá yrðum við samt sem áður að skoða þennan möguleika." Ef hópurinn endar með Norrænu þá leggur hann úr höfn frá Seyðisfirði hinn 12. maí og leggst að bryggju í Esbjerg 15. maí. Í kjölfarið yrði keyrt niður til Kaupmannahafnar og tekin þaðan ferja til Óslóar. Hann bendir þó á að það hafi komið fyrir í sögu Eurovision að þátttakendur hafi ekki getað mætt á tilsettum tíma. „Ég hefði þá samband við yfirstjórn NRK (norska ríkissjónvarpið) og EBU (Evrópska sjónvarpssambandið) og tilkynnti um seinkun. Æfingar hópsins yrðu færðar til í samræmi við það." Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur þó haft nokkur áhrif á þátttöku Íslands. Í ár munu myndbrot frá hverju landi birtast á skjám Evrópubúa í stað myndbrota frá landinu sem heldur keppnina. Upptökumenn frá norska sjónvarpinu hafa hins vegar ekki komist til Íslands. „Þeir eru fastir núna á Írlandi og við erum því að gera þetta fyrir þá. Sjónvarpið tekur upp einn bút og Saga Film annan," útskýrir Jónatan. - fgg Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Við erum ekki búin að panta miða í Norrænu. Við ætlum að bíða með það fram á síðustu stundu," segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er enn að setja flugsamgöngur úr skorðum í Evrópu og nú styttist í að Eurovision-hópurinn haldi út til Osló. Samkvæmt opinbera skipulaginu er fyrsta æfing íslenska hópsins 17. maí þannig að ferðadagur er einum til tveimur dögum fyrir þann tíma. Jónatan segir Norrænu vissulega vera möguleika en hann sé fjarlægur. „Það myndi útheimta meiri kostnað, við þyrftum að leigja langferðabíl undir allt dótið. Ef þessi staða kæmi upp, að flugsamgöngur frá landinu lægju niðri í marga daga, þá yrðum við samt sem áður að skoða þennan möguleika." Ef hópurinn endar með Norrænu þá leggur hann úr höfn frá Seyðisfirði hinn 12. maí og leggst að bryggju í Esbjerg 15. maí. Í kjölfarið yrði keyrt niður til Kaupmannahafnar og tekin þaðan ferja til Óslóar. Hann bendir þó á að það hafi komið fyrir í sögu Eurovision að þátttakendur hafi ekki getað mætt á tilsettum tíma. „Ég hefði þá samband við yfirstjórn NRK (norska ríkissjónvarpið) og EBU (Evrópska sjónvarpssambandið) og tilkynnti um seinkun. Æfingar hópsins yrðu færðar til í samræmi við það." Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur þó haft nokkur áhrif á þátttöku Íslands. Í ár munu myndbrot frá hverju landi birtast á skjám Evrópubúa í stað myndbrota frá landinu sem heldur keppnina. Upptökumenn frá norska sjónvarpinu hafa hins vegar ekki komist til Íslands. „Þeir eru fastir núna á Írlandi og við erum því að gera þetta fyrir þá. Sjónvarpið tekur upp einn bút og Saga Film annan," útskýrir Jónatan. - fgg
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira