Kennarar taki þátt í prófkjörunum Valgerður Eiríksdóttir skrifar 21. janúar 2010 12:24 Erindi mitt er að hvetja kennara hvar í flokki sem þeir standa til að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þar er okkur gefinn kostur á að raða frambjóðendum á listana, og hafa með því áhrif á hvaða fólk kemur að því að stjórna í viðkomandi sveitafélagi. Í þetta sinn fara kosningarnar fram á tímum mikils niðurskurðar í öllum geirum hins opinbera og skólakerfið mun ekki fara varhluta af því. Hér verður ekki spurt um hvort skera þurfi niður heldur hvað á að skera. Það skiptir því gífurlegu máli hvernig niðurskurðarhnífnum verður beitt og hverjir halda á honum. Frambjóðendur eru nú í óðaönn að kynna sig og þau málefni sem þeir hyggjast leggja áherslu á. Sumir helga sig skipulagsmálum, aðrir samgöngumálum og enn aðrir uppeldis- og menntamálum. Menntamálin eru stærsti útgjaldaliður hvers sveitarfélags og jafnframt sá mikilvægasti. Það hlýtur því að skipta kennara og nemendur mjög miklu máli hverjir fara með þennan málaflokk og hversu öflugir talsmenn þeir eru fyrir hann. Ég hvet ykkur til að líta yfir listana og leita eftir því fólki sem vill vinna að því að uppeldis-og menntamál verði varin eins og kostur er þegar skorið verður niður. Ég ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og forgangsraða á listann eftir því hverjir setja þennan málaflokk í forgang. Ég ætla að styðja Oddnýju Sturludóttur í 2. sætið eins og hún biður um. Oddný hefur sýnt að hún er verðugur fulltrúi menntamála í borginni og gegndi formennsku í menntaráði Reykjavíkurborgar á meðan 100 daga meirihlutinn var við völd. Á því tímabili fór hún m.a. til fundar við trúnaðarmenn í grunnskólum borgarinnar og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja um mál sem varða skólasamfélagið. Oddný ætlar að halda áfram að vinna að uppeldis og menntamálum í borginni og leggja sig fram við að verja þau áföllum. Látum nú ekki Icesave umræðuna draga úr okkur allan mátt og byrgja okkur sýn. Hafi einhverntíma verið ástæða fyrir fagfólk að beita áhrifamætti sínum þá er það við þessar aðstæður. Verum virkir þátttakendur. Valgerður Eiríksdóttir kennari við Fellaskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Erindi mitt er að hvetja kennara hvar í flokki sem þeir standa til að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þar er okkur gefinn kostur á að raða frambjóðendum á listana, og hafa með því áhrif á hvaða fólk kemur að því að stjórna í viðkomandi sveitafélagi. Í þetta sinn fara kosningarnar fram á tímum mikils niðurskurðar í öllum geirum hins opinbera og skólakerfið mun ekki fara varhluta af því. Hér verður ekki spurt um hvort skera þurfi niður heldur hvað á að skera. Það skiptir því gífurlegu máli hvernig niðurskurðarhnífnum verður beitt og hverjir halda á honum. Frambjóðendur eru nú í óðaönn að kynna sig og þau málefni sem þeir hyggjast leggja áherslu á. Sumir helga sig skipulagsmálum, aðrir samgöngumálum og enn aðrir uppeldis- og menntamálum. Menntamálin eru stærsti útgjaldaliður hvers sveitarfélags og jafnframt sá mikilvægasti. Það hlýtur því að skipta kennara og nemendur mjög miklu máli hverjir fara með þennan málaflokk og hversu öflugir talsmenn þeir eru fyrir hann. Ég hvet ykkur til að líta yfir listana og leita eftir því fólki sem vill vinna að því að uppeldis-og menntamál verði varin eins og kostur er þegar skorið verður niður. Ég ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og forgangsraða á listann eftir því hverjir setja þennan málaflokk í forgang. Ég ætla að styðja Oddnýju Sturludóttur í 2. sætið eins og hún biður um. Oddný hefur sýnt að hún er verðugur fulltrúi menntamála í borginni og gegndi formennsku í menntaráði Reykjavíkurborgar á meðan 100 daga meirihlutinn var við völd. Á því tímabili fór hún m.a. til fundar við trúnaðarmenn í grunnskólum borgarinnar og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja um mál sem varða skólasamfélagið. Oddný ætlar að halda áfram að vinna að uppeldis og menntamálum í borginni og leggja sig fram við að verja þau áföllum. Látum nú ekki Icesave umræðuna draga úr okkur allan mátt og byrgja okkur sýn. Hafi einhverntíma verið ástæða fyrir fagfólk að beita áhrifamætti sínum þá er það við þessar aðstæður. Verum virkir þátttakendur. Valgerður Eiríksdóttir kennari við Fellaskóla í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun