Rokk og ról?

Paul McCartney er ekki vel liðinn í Hvíta húsinu þessa dagana, en McCartney gerði grín að fyrrum forseta Bandaríkjanna, Georg W. Bush. Ekki voru allir á eitt sáttir um húmor McCartney, en hann gerði sumsé grín að því að nú væri loksins kominn forseti (Barack Obama) sem vissi hvar bókasafnið í Hvíta húsinu væri, eftir langa, átta ára fjarveru forsetans frá því. McCartney kærði sig kollóttan þótt ummæli hans hafi fallið í grýttan jarðveg og ásakaði starfsmenn Hvíta hússins um húmorsleysi. „Come on, it‘s rock and roll!“ sagði McCartney.