Feta í fótspor hljómsveitar Buddy Holly 16. júlí 2010 10:00 Hannes, Baldur og Gummi fara með hlutverk hljómsveitarinnar The Crickets í söngleiknum um líf Buddy Holly. Fréttablaðið/Arnþór „Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spiluðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því," segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu verður söngleikurinn um Buddy Holly frumsýndur í Austurbæ í október. Ingó í Veðurguðunum fer með hlutverk söngvarans en sá stóð ekki einn á sviði. Holly hafði bandið The Crickets sér til halds og trausts á sviðinu og nú hefur verið ráðið í hlutverk þeirra. Ásamt Hannesi verða Guðmundur Stefán Þorláksson gítarleikari úr hljómsveitinni Hraun og Baldur Ragnarsson bassaleikari úr Ljótu Hálfvitunum sem fara með hlutverk bandsins. Þeir félagar eiga sér ekki langa sögu á sviði nema þá helst hann Baldur. Hann hefur um árabil verið mjög virkur í áhugaleikhópum og nú síðast í söngleiknum ROKK. Hannes hefur meðal annars gert garðinn frægan í útlöndum í rússneskum vodkaauglýsingum en lítið hefur spurst um leikafrek Guðmundar. „Ég hef aldrei spilað neitt af lögum Buddy Holly og The Crickets en þau eru grunnurinn að rokkinu þannig að þetta liggur vel fyrir okkur," segir Hannes. „Þeir sem lifa og hrærast í músík þekkja til Buddy Holly og The Crickets og einhverra laga þeirra. Þetta leggst vel í mig og hópurinn sem búið er að nefna virðist ætla að verða frábær." Bandið kemur saman í ágúst til að renna yfir þennan fimmtán laga lista sem búið er að setja saman fyrir sýninguna. Það er síðan í september sem allur hópurinn kemur saman og æfingar hefjast á sviði í Austurbæ. „Það er bara Buddy Holly í spilaranum út sumarið til að fá þetta beint í æð," segir Hannes að lokum. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spiluðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því," segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu verður söngleikurinn um Buddy Holly frumsýndur í Austurbæ í október. Ingó í Veðurguðunum fer með hlutverk söngvarans en sá stóð ekki einn á sviði. Holly hafði bandið The Crickets sér til halds og trausts á sviðinu og nú hefur verið ráðið í hlutverk þeirra. Ásamt Hannesi verða Guðmundur Stefán Þorláksson gítarleikari úr hljómsveitinni Hraun og Baldur Ragnarsson bassaleikari úr Ljótu Hálfvitunum sem fara með hlutverk bandsins. Þeir félagar eiga sér ekki langa sögu á sviði nema þá helst hann Baldur. Hann hefur um árabil verið mjög virkur í áhugaleikhópum og nú síðast í söngleiknum ROKK. Hannes hefur meðal annars gert garðinn frægan í útlöndum í rússneskum vodkaauglýsingum en lítið hefur spurst um leikafrek Guðmundar. „Ég hef aldrei spilað neitt af lögum Buddy Holly og The Crickets en þau eru grunnurinn að rokkinu þannig að þetta liggur vel fyrir okkur," segir Hannes. „Þeir sem lifa og hrærast í músík þekkja til Buddy Holly og The Crickets og einhverra laga þeirra. Þetta leggst vel í mig og hópurinn sem búið er að nefna virðist ætla að verða frábær." Bandið kemur saman í ágúst til að renna yfir þennan fimmtán laga lista sem búið er að setja saman fyrir sýninguna. Það er síðan í september sem allur hópurinn kemur saman og æfingar hefjast á sviði í Austurbæ. „Það er bara Buddy Holly í spilaranum út sumarið til að fá þetta beint í æð," segir Hannes að lokum.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira