Það kemur ekki á óvart að Alfreð Gíslason hefur verið útnefndur þjálfari ársins í Þýskalandi fyrir árið 2009.
Frá þessu er greint á vefsíðu Kiel.
Undir hans stjórn hampaði Kiel þýska meistaratitlinum og vann einnig bikarinn. Liðið komst í úrslit Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Ciudad Real.
Alfreð vann þennan titil einnig árið 2001 þegar hann þjálfaði Magdeburg.