Erlent

Íslendingur grunaður um morð í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og þriggja ára gamall íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á 41 árs gamalli konu. Konan var skotin til bana við hús sitt í Lunde nálægt bænum Horsens í Danmörku á þriðjudaginn.

Síðastliðinn miðvikudag var íslenski karlmaðurinn handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars. Í dag var svo annar karlmaður handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Vísir hefur ekki heimildir fyrir því hvers lenskur hann er.

Extra Bladet segir að hin látna hafi komið við sögu lögreglunnar. Hún hafi verið viðriðin fíkniefnamál en hafi ekki verið sakfelld vegna þess. Maðurinn hennar hafi hins vegar fengið níu ára dóm í því máli. Fullyrt er að hinn meinti morðingi og konan hafi þekkst úr undirheimum Horsens.

Í samtali við Vísi sagðist Jakob Rohde-Brøndum, blaðamaður á Extra Bladet, telja að Íslendingurinn hafi búið í Danmörku um árabil. Hann hafi meðal annars gengið í danskan barnaskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×