Erlent

Tyrkir æfir vegna atkvæðagreiðslu í Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Tyrkneskir hermenn við gálga armenskra manna.
Tyrkneskir hermenn við gálga armenskra manna.

Tyrkir eru æfir af reiði yfir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 skuli skilgreint sem þjóðarmorð.

Tyrkir hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington vegna þessa. Bæði Barack Obama og Hillary Clinton utanríkisráðherra höfðu beðið fulltrúadeildina um að láta málið niður falla.

Málefnanefnd deildarinnar samþykkti hinsvegar að láta það ganga til atkvæðagreiðslu. Það var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 22.

Armenar halda því fram að Tyrkir hafi myrt 1.5 milljón Armena í fyrri heimsstyrjöldinni og að það sé ekkert annað en þjóðarmorð.

Tyrkir segja að bæði hafi miklu færri verið drepnir og að fjöldamorðin hafi verið að frumkvæði einstakra manna í einstökum héruðum.

Þeim hafi ekki verið miðstýrt frá Ankara og því sé ekki um að ræða skipulagt þjóðarmorð.

Tuttugu þjóðir hafa fallist á skilgreiningu Armena um þjóðarmorð, þar á meðal Frakkland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×