Vistvænar skreytingar á jólum Þorgeir Adamsson skrifar 27. nóvember 2010 05:30 Löngum hefur verið til siðs að fólk heimsæki leiði ástvina sinna á aðventu og jólum. Í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er jafnan mikil umferð aðstandenda á þessum tíma. Flestir sem koma á aðventunni koma með skreytingu í farteskinu, leggja á leiði og koma svo jafnvel aftur á jólum til að kveikja ljós. Þessi siður er hjá mörgum árlegur viðburður og skapast notaleg stemning þegar fjölmennt er í görðunum á aðfangadag. Tilgangurinn með skreytingum á leiðum er vissulega fyrst og fremst að minnast hinna látnu og einnig að gera legstaðinn fallegri yfir hátíðarnar eins og flestir gera heima hjá sér. Sígrænar skreytingar í skammdeginu minna fólk á lífið og gróandann og að með hækkandi sól verður aftur grænt. Eitt af mikilvægum markmiðum varðandi umhverfi okkar er að minnka úrgang sem til verður hjá hverjum og einum og jafnframt að auka flokkun og endurvinnslu. Til að ná þessu markmiði er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hvers konar jólaskreytingar við leggjum á leiði ástvina okkar. Flokkun og endurvinnsla Skreytingar eru af ýmsu tagi, allt frá því að vera einföld sígræn barrviðargrein og yfir í íburðarmiklar skreytingar úr mismunandi efnum, bæði lífrænum og ólífrænum. Margar skreytingar eru með þeim hætti að erfitt eða ógerlegt er að setja þær í endurvinnslu og/eða jarðgerð vegna þess að alls konar aukahlutir úr plastefnum eru tryggilega festir við greinarnar sem gjarnan eru uppistaðan í skreytingunni. Einnig eru dæmi um íburðarmiklar skreytingar sem eru alfarið úr gerviefnum. Slíkar skreytingar eru vafalaust fluttar um langan veg eftir að hafa verið framleiddar á sem ódýrastan hátt. Á nýárinu, þegar hæfilega langur tími er liðinn og gildi jólaskreytinga útrunnið, þarf að farga þeim öllum. Mikil vinna og kostnaður fer í hreinsun og förgun á öllum jólaskreytingum sem innihalda plastefni. Vistvænt - grænt og fallegt Víða erlendis tíðkast að leggja jólagreni á leiði á aðventu. Eru þá ýmist settar saman mismunandi grenitegundir sem hver hefur sinn blæ eða einungis notuð ein tegund af sígrænum greinum. Skreytingar þessar eru algjörlega vistvænar og án aukahluta úr ólífrænum efnum (plastefnum) og þar með endurvinnanlegar. Nokkuð hefur borið á því hér að aðstandendur séu meðvitaðir um umhverfið og noti lífrænar skreytingar á leiði en betur má ef duga skal. Undirritaður vill hér með hvetja þá sem ætla að leggja skreytingar á leiði að hafa þær úr lífrænum efnum sem auðvelt er að endurvinna. Það sparar förgunarkostnað, auk þess sem nota má lífrænar skreytingar í jarðgerð þar sem þær verða að mold sem nærir svo gróður seinna meir. Einfaldar skreytingar úr sígrænum greinum án aukahluta úr plasti eru það sem gildir. Notum skreytingar úr lífrænum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Löngum hefur verið til siðs að fólk heimsæki leiði ástvina sinna á aðventu og jólum. Í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er jafnan mikil umferð aðstandenda á þessum tíma. Flestir sem koma á aðventunni koma með skreytingu í farteskinu, leggja á leiði og koma svo jafnvel aftur á jólum til að kveikja ljós. Þessi siður er hjá mörgum árlegur viðburður og skapast notaleg stemning þegar fjölmennt er í görðunum á aðfangadag. Tilgangurinn með skreytingum á leiðum er vissulega fyrst og fremst að minnast hinna látnu og einnig að gera legstaðinn fallegri yfir hátíðarnar eins og flestir gera heima hjá sér. Sígrænar skreytingar í skammdeginu minna fólk á lífið og gróandann og að með hækkandi sól verður aftur grænt. Eitt af mikilvægum markmiðum varðandi umhverfi okkar er að minnka úrgang sem til verður hjá hverjum og einum og jafnframt að auka flokkun og endurvinnslu. Til að ná þessu markmiði er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það skiptir miklu máli hvers konar jólaskreytingar við leggjum á leiði ástvina okkar. Flokkun og endurvinnsla Skreytingar eru af ýmsu tagi, allt frá því að vera einföld sígræn barrviðargrein og yfir í íburðarmiklar skreytingar úr mismunandi efnum, bæði lífrænum og ólífrænum. Margar skreytingar eru með þeim hætti að erfitt eða ógerlegt er að setja þær í endurvinnslu og/eða jarðgerð vegna þess að alls konar aukahlutir úr plastefnum eru tryggilega festir við greinarnar sem gjarnan eru uppistaðan í skreytingunni. Einnig eru dæmi um íburðarmiklar skreytingar sem eru alfarið úr gerviefnum. Slíkar skreytingar eru vafalaust fluttar um langan veg eftir að hafa verið framleiddar á sem ódýrastan hátt. Á nýárinu, þegar hæfilega langur tími er liðinn og gildi jólaskreytinga útrunnið, þarf að farga þeim öllum. Mikil vinna og kostnaður fer í hreinsun og förgun á öllum jólaskreytingum sem innihalda plastefni. Vistvænt - grænt og fallegt Víða erlendis tíðkast að leggja jólagreni á leiði á aðventu. Eru þá ýmist settar saman mismunandi grenitegundir sem hver hefur sinn blæ eða einungis notuð ein tegund af sígrænum greinum. Skreytingar þessar eru algjörlega vistvænar og án aukahluta úr ólífrænum efnum (plastefnum) og þar með endurvinnanlegar. Nokkuð hefur borið á því hér að aðstandendur séu meðvitaðir um umhverfið og noti lífrænar skreytingar á leiði en betur má ef duga skal. Undirritaður vill hér með hvetja þá sem ætla að leggja skreytingar á leiði að hafa þær úr lífrænum efnum sem auðvelt er að endurvinna. Það sparar förgunarkostnað, auk þess sem nota má lífrænar skreytingar í jarðgerð þar sem þær verða að mold sem nærir svo gróður seinna meir. Einfaldar skreytingar úr sígrænum greinum án aukahluta úr plasti eru það sem gildir. Notum skreytingar úr lífrænum efnum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun