ESB vill að ríki séu undirbúin fyrir aðild 27. nóvember 2010 08:30 Graham Avery telur að nýju ríkisstjórnirnar í Hollandi og Bretlandi vilji ljúka við Icesave-málið sem fyrst til að „kasta ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna“ milli Íslands og ESB. Mynd/Anton Brink Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB. Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar. „Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast,“ segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES. „Því held ég að þetta sé misskilningur að þið þurfið að setja upp strúktúr í stjórnsýslu og láta hann virka áður en hann er nauðsynlegur. Í raun er ekki hægt að framfylgja sameiginlegu landbúnaðarstefnunni eða fiskveiðistefnunni áður en þið gerist aðildarríki. ESB vill bara vera öruggt um að þið getið það þegar þar að kemur,“ segir hann. Avery hefur haldið því fram að þátttaka Íslands í EES geri að verkum að landið geti komist hraðar en ella í gegnum viðræður. Hann gefur þó ekki mikið fyrir hugmyndir um tveggja mánaða hraðferð, ekki ef tilgangurinn er að ná góðum samningi. Hann telur viðræðurnar ýta undir vilja Breta og Hollendinga til að ljúka við Icesave. „ESB hefur aldrei sagt að lausn málsins sé skilyrði fyrir því að aðildarferlið nái fram að ganga, og það sannast á því að aðildarferlið gengur ágætlega. Bretar og Hollendingar hafa ekki leyst þennan vanda enn, en bæði löndin eru hlynnt því að þið gangið í ESB. Að mínu viti vilja nýju ríkisstjórnirnar, bæði í Haag og Lundúnum, losna við þetta vandamál fljótlega svo það kasti ekki skugga á lokafrágang viðræðnanna,“ segir Avery. Um fjárhagsraunir Íra, hvort þær hafi ekki sannað að lítið sé á evrunni að græða, segir Avery: „Írar þjást eins og þið vegna stjórnlausrar hegðunar bankamanna. Ég held að Írar, ef þeir væru utan evrusvæðisins, og jafnvel það sem væri enn verra, ef þeir væru fyrir utan ESB, að þeir stæðu núna frammi fyrir enn erfiðari valkostum en ella.“ klemens@frettabladid.is
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira