Vildi ekki stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum 5. nóvember 2010 06:45 Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér sem viðskiptaráðherra undir lok janúar á síðasta ári eftir tuttugu mánuði í embætti. fréttablaðið/daníel Björgvin G. Sigurðsson vildi ekki að Samfylkingin gengi til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007. Hún ætti fremur að vera áfram í stjórnarandstöðu en að mynda stjórn með höfuðandstæðingi sínum. Frá þessu greinir Björgvin í bók um tímabilið fyrir, í kringum og eftir efnahagshamfarirnar 2008. Í henni lítur hann líka til baka og til framtíðar í stjórnmálum. Bókin kemur út eftir helgi. Björgvin kveðst hafa beitt sér mjög gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „sem var ljóst að stefndi í, næði stjórnarandstaða Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslyndra ekki meirihluta“. Helgi Hjörvar, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir hafi verið sama sinnis. Björgvin segir að þrátt fyrir þá afstöðu hafi hann vitað að svo gæti farið að hann yrði beðinn að taka að sér ráðherraembætti. „Ég hneigðist fremur til þess að hafna því ef það byðist, en vinir mínir og félagar í Suðurkjördæmi lögðu hart að mér að breyta þeirri afstöðu. Ég gæti ekki skorast undan slíkri ábyrgð sem oddviti flokksins í kjördæminu. Staða mín innan þingflokksins yrði bæði viðkvæm og erfið, ef ég ætlaði að sitja þar sem eins konar stjórnarandstæðingur.“ Hann hafi því ákveðið að taka því jákvætt ef forystan óskaði eftir honum í ríkisstjórn. Að sögn Björgvins var nokkuð almenn skoðun innan flokksins að formaðurinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ætti að verða fjármálaráðherra en ekki utanríkisráðherra. Fjármálaráðuneytið væri næstöflugasta ráðuneytið. Þá vildi flokkurinn hafa formanninn heima en ekki á sífelldum ferðalögum, enda sýndi reynslan að slíkt gæti veikt bæði formenn og flokka. „Það kom hins vegar fljótt fram að fólkið kringum Ingibjörgu Sólrúnu leit á stól utanríkisráðuneytisins sem næstþyngsta embættið, að minnsta kosti hvað virðingu snerti, og hún tók strikið þangað.“ Björgvin segist hafa talið það ranga ákvörðun og raunar hafi hann verið óhress með að Samfylkingin skyldi sætta sig við að ganga inn í öll gömlu ráðuneytin sem Framsókn hafði farið með. „En flokkurinn kærði sig kollóttan í vímunni yfir því að hafa náð því takmarki að komast í landsstjórnina,“ segir Björgvin í bókinni. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson vildi ekki að Samfylkingin gengi til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007. Hún ætti fremur að vera áfram í stjórnarandstöðu en að mynda stjórn með höfuðandstæðingi sínum. Frá þessu greinir Björgvin í bók um tímabilið fyrir, í kringum og eftir efnahagshamfarirnar 2008. Í henni lítur hann líka til baka og til framtíðar í stjórnmálum. Bókin kemur út eftir helgi. Björgvin kveðst hafa beitt sér mjög gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „sem var ljóst að stefndi í, næði stjórnarandstaða Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslyndra ekki meirihluta“. Helgi Hjörvar, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir hafi verið sama sinnis. Björgvin segir að þrátt fyrir þá afstöðu hafi hann vitað að svo gæti farið að hann yrði beðinn að taka að sér ráðherraembætti. „Ég hneigðist fremur til þess að hafna því ef það byðist, en vinir mínir og félagar í Suðurkjördæmi lögðu hart að mér að breyta þeirri afstöðu. Ég gæti ekki skorast undan slíkri ábyrgð sem oddviti flokksins í kjördæminu. Staða mín innan þingflokksins yrði bæði viðkvæm og erfið, ef ég ætlaði að sitja þar sem eins konar stjórnarandstæðingur.“ Hann hafi því ákveðið að taka því jákvætt ef forystan óskaði eftir honum í ríkisstjórn. Að sögn Björgvins var nokkuð almenn skoðun innan flokksins að formaðurinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ætti að verða fjármálaráðherra en ekki utanríkisráðherra. Fjármálaráðuneytið væri næstöflugasta ráðuneytið. Þá vildi flokkurinn hafa formanninn heima en ekki á sífelldum ferðalögum, enda sýndi reynslan að slíkt gæti veikt bæði formenn og flokka. „Það kom hins vegar fljótt fram að fólkið kringum Ingibjörgu Sólrúnu leit á stól utanríkisráðuneytisins sem næstþyngsta embættið, að minnsta kosti hvað virðingu snerti, og hún tók strikið þangað.“ Björgvin segist hafa talið það ranga ákvörðun og raunar hafi hann verið óhress með að Samfylkingin skyldi sætta sig við að ganga inn í öll gömlu ráðuneytin sem Framsókn hafði farið með. „En flokkurinn kærði sig kollóttan í vímunni yfir því að hafa náð því takmarki að komast í landsstjórnina,“ segir Björgvin í bókinni. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira