Handbolti

Dagur og félagar unnu í Karlsruhe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kárason, til hægri, í leik með Füchse Berlin
Rúnar Kárason, til hægri, í leik með Füchse Berlin Nordic Photos / Bongarts
Füchse Berlin vann í dag öruggan sjö marka sigur á stórliði Rhein-Neckar Löwen, 33-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Füchse Berlin var með yfirhöndina í leikhléi, 14-13. Liðið hafði svo örugg tök á leiknum í síðari hálfleik og vann góðan sigur sem fyrr segir.

Rúnar Kárason átti góðan leik og skoraði þrjú mörk fyrir Füchse Berlin, rétt eins og Snorri Steinn Guðjónsson hjá Löwen.

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson léku ekki með Rhein-Neckar Löwen vegna meiðsla.

Rhein-Neckar Löwen er enn í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig en Göppingen er í fjórða sætinu með 44 stig og á þar að auki leik til góða.

Füchse Berlin er í níunda sætinu með 38 stig, jafn mörg og Grosswallstadt sem er í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×