Handbolti

Íslendingaslagur í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts
Klukkan 15.45 hefst viðureign Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Rhein-Neckar Löwen heldur enn í veika von um að ná þriðja sæti deildarinnar af Flensburg og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð. Liðið verður að vinna Füchse Berlin í dag til að halda í þá von en Flensburg hefur nú fimm stiga forystu á Löwen.

Füchse Berlin siglir lygnan sjó í níunda sæti deildarinnar en getur með sigri í dag komist upp að hlið Grosswallstadt í áttunda sætinu.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og Rúnar Kárason leikur með liðinu. Með Rhein-Neckar Löwen leika Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson en þeir tveir síðastnefndu leika ekki með í dag vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×