Ofsóknir gegn bahá‘íum í Íran Sigríður Jónsdóttir skrifar 20. desember 2010 05:15 Þegar bandaríska blaðakonan Roxana Saberi var handtekin í Íran á síðasta ári sökuð um njósnir, var hún flutt í Evin-fangelsið illræmda í Teheran. Þar deildi hún um tíma klefa með tveimur miðaldra konum sem höfðu verið í fangelsinu í tæpt eitt ár, þar af helminginn í einangrun. Þessum konum höfðu aldrei verið birt sakarefni en ljóst var af frásögnum þeirra og annarra fanga að eini glæpur þeirra var að rækja trú sína og þjóna samlöndum sínum en víkja ekki frá prinsippum sínum þrátt fyrir þrýsting þeirra sem höfðu þær í haldi. Þegar Saberi var látin laus eftir þriggja mánaða fangavist í kjölfar alþjóðlegra mótmæla skrifaði hún grein í Washington Post þar sem hún segir frá þessum konum, Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi, og fimm trúfélögum þeirra sem einnig voru fangar í Evin. Þær tóku Saberi að sér, töluðu í hana kjark og hjúkruðu henni þegar hún fór í hungurverkfall til að mótmæla fangavistinni. Þegar réttarhöldin yfir bahá'íunum hófust loks í janúar á þessu ári varð ljóst að þeir voru sakaðir um njósnir fyrir Ísrael, móðgun við trúarleg yfirvöld og fyrir að „útbreiða spillingu á jörðinni" en við slíku gat legið líflátsdómur. Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafi Nóbels, tók að sér málsvörn þessara fanga og lítill vafi leikur á því að sú ákvörðun hafi ráðið úrslitum um að hún þurfti síðar að flýja Íran vegna ofbeldisaðgerða lögreglu og hótana stjórnvalda. Vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu varð niðurstaða dómsins „aðeins" tuttugu ára fangelsi sem eftir áfrýjun var breytt í tíu ár. Elstu bahá'íarnir í hópnum verða komnir hátt á níræðisaldur þegar þeir verða lausir úr fangelsi. Eftir dómsuppkvaðningu voru bahá'íarnir sjö fluttir í Gohardasht fangelsið skammt fyrir utan Teheran. Það er alræmt síðan á dögum íslömsku byltingarinnar fyrir pyntingar, óþrifnað, illan aðbúnað fanga og skort á allri heilbrigðisþjónustu. Alþjóðasamfélag bahá'ía hefur með þátttöku bahá'í samfélagsins á Íslandi ritað harðort bréf til æðsta yfirmanns íranska dómskerfisins, Ajatollah Mohammad Sadeq Larijani, og mótmælt þeirri grimmilegu meðferð sem saklaus trúsystkini sæta í Íran. Bent er á að sjömenningarnir hafi unnið í sjálfboðavinnu við að stuðla að menntun þúsunda bahá'í ungmenna sem hefur verið neitað um aðgang að háskólum landsins frá íslömsku byltingunni árið 1979. Þau eru ekki hin einu sem fangelsuð hafa verið fyrir svipaða starfsemi. Í borginni Shíraz í suðurhluta Írans hafa þrjú bahá'í ungmenni setið í fangelsi á fjórða ár fyrir að hafa skipulagt kennslu í lestri og skrift fyrir börn fátæks fólks í borginni. Bahá'íar eru langstærsti trúarminnihlutinn í Íran, um 300.000 talsins, en þeir njóta mjög takmarkaðra borgaralegra réttinda, t.d. eru strangar skorður gagnvart því að þeir geti átt fyrirtæki og þeir geta ekki stundað háskólanám. Í bréfinu er farið fram á að þeim verði tryggður sami réttur og öðrum borgurum landsins svo þeir geti starfað sem fullgildir þegnar að framförum þjóðar sinnar með samlöndum sínum. Bent er á að þetta sé í raun hvorki annað né meira en það sem Ajatollah Larijani hefur krafist til handa múslimskum minnihlutahópum sem búsettir eru í öðrum löndum. Bahá'íar í Íran fara þess á leit að njóta sömu réttinda í sínu eigin landi. Nánari upplýsingar má fá á, www.bahai.is eða fréttavef Alþjóðlega bahá’í samfélagsins www.news.bahai.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar bandaríska blaðakonan Roxana Saberi var handtekin í Íran á síðasta ári sökuð um njósnir, var hún flutt í Evin-fangelsið illræmda í Teheran. Þar deildi hún um tíma klefa með tveimur miðaldra konum sem höfðu verið í fangelsinu í tæpt eitt ár, þar af helminginn í einangrun. Þessum konum höfðu aldrei verið birt sakarefni en ljóst var af frásögnum þeirra og annarra fanga að eini glæpur þeirra var að rækja trú sína og þjóna samlöndum sínum en víkja ekki frá prinsippum sínum þrátt fyrir þrýsting þeirra sem höfðu þær í haldi. Þegar Saberi var látin laus eftir þriggja mánaða fangavist í kjölfar alþjóðlegra mótmæla skrifaði hún grein í Washington Post þar sem hún segir frá þessum konum, Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi, og fimm trúfélögum þeirra sem einnig voru fangar í Evin. Þær tóku Saberi að sér, töluðu í hana kjark og hjúkruðu henni þegar hún fór í hungurverkfall til að mótmæla fangavistinni. Þegar réttarhöldin yfir bahá'íunum hófust loks í janúar á þessu ári varð ljóst að þeir voru sakaðir um njósnir fyrir Ísrael, móðgun við trúarleg yfirvöld og fyrir að „útbreiða spillingu á jörðinni" en við slíku gat legið líflátsdómur. Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafi Nóbels, tók að sér málsvörn þessara fanga og lítill vafi leikur á því að sú ákvörðun hafi ráðið úrslitum um að hún þurfti síðar að flýja Íran vegna ofbeldisaðgerða lögreglu og hótana stjórnvalda. Vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu varð niðurstaða dómsins „aðeins" tuttugu ára fangelsi sem eftir áfrýjun var breytt í tíu ár. Elstu bahá'íarnir í hópnum verða komnir hátt á níræðisaldur þegar þeir verða lausir úr fangelsi. Eftir dómsuppkvaðningu voru bahá'íarnir sjö fluttir í Gohardasht fangelsið skammt fyrir utan Teheran. Það er alræmt síðan á dögum íslömsku byltingarinnar fyrir pyntingar, óþrifnað, illan aðbúnað fanga og skort á allri heilbrigðisþjónustu. Alþjóðasamfélag bahá'ía hefur með þátttöku bahá'í samfélagsins á Íslandi ritað harðort bréf til æðsta yfirmanns íranska dómskerfisins, Ajatollah Mohammad Sadeq Larijani, og mótmælt þeirri grimmilegu meðferð sem saklaus trúsystkini sæta í Íran. Bent er á að sjömenningarnir hafi unnið í sjálfboðavinnu við að stuðla að menntun þúsunda bahá'í ungmenna sem hefur verið neitað um aðgang að háskólum landsins frá íslömsku byltingunni árið 1979. Þau eru ekki hin einu sem fangelsuð hafa verið fyrir svipaða starfsemi. Í borginni Shíraz í suðurhluta Írans hafa þrjú bahá'í ungmenni setið í fangelsi á fjórða ár fyrir að hafa skipulagt kennslu í lestri og skrift fyrir börn fátæks fólks í borginni. Bahá'íar eru langstærsti trúarminnihlutinn í Íran, um 300.000 talsins, en þeir njóta mjög takmarkaðra borgaralegra réttinda, t.d. eru strangar skorður gagnvart því að þeir geti átt fyrirtæki og þeir geta ekki stundað háskólanám. Í bréfinu er farið fram á að þeim verði tryggður sami réttur og öðrum borgurum landsins svo þeir geti starfað sem fullgildir þegnar að framförum þjóðar sinnar með samlöndum sínum. Bent er á að þetta sé í raun hvorki annað né meira en það sem Ajatollah Larijani hefur krafist til handa múslimskum minnihlutahópum sem búsettir eru í öðrum löndum. Bahá'íar í Íran fara þess á leit að njóta sömu réttinda í sínu eigin landi. Nánari upplýsingar má fá á, www.bahai.is eða fréttavef Alþjóðlega bahá’í samfélagsins www.news.bahai.org.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun