Á að hrekja heimilislækna úr heilsugæslunni? Elínborg Bárðardóttir skrifar 20. desember 2010 06:00 Ég hef áhyggjur af skorti á framtíðarsýn heilsugæslu á Íslandi. Í umræðu um fyrirsjáanlegan skort á heimilislæknum hafa fleiri en ein stétt heilbrigðisstarfsmanna stigið fram og tjáð hug sinn um að taka að sér hluta af vinnu lækna í móttöku sjúklinga, greina sjúkdóma og meðhöndla. Allar þessar stéttir vísa til reynslu erlendis frá og vilja vinna sjálfstætt en minnast ekki á að erlendis er slík móttaka venjulega undir sjórn og á ábyrgð lækna. Mjög mikilvægt er að ráðamenn láti ekki slá ryki í augu sér með skammtímalausnum eða skyndiplástrum og bútasaum í heilsugæslu á kostnað varanlegra lausna. Framtíð heilsugæslunnar felst nú sem áður í vel menntuðum heimilislæknum sem geta þjónað hlutverki sínu sem persónulegur læknir sem þekkir vel til skjólstæðinga sinna og fjölskyldna þeirra. Heimilislæknir sem vinnur teymisvinnu skjólstæðingi sínum til heilla þar sem samfella og góð samskipti og traust er haft að leiðarljósi. Ég kalla eftir langtímahugsun og ábyrgð þingmanna og ráðherra í málefnum heilsugæslunnar og heimilislækninga og spyr: Af hverju voru árum saman engar nýjar stöður heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu á meðan öðrum sérfræðingum á samningi við tryggingarstofnun fjölgaði? Af hverju er heimilislæknum ekki heimilað að starfa sjálfstætt eins og öðrum sérfræðingum? Af hverju hafa námsstöður í heimilislækningum verið af skornum skammti þrátt fyrir viðvaranir Félags heimilislækna um nauðsyn þess að fjölga námsstöðum? Af hverju er ekki búið að setja á stofn aðgerðahóp til að snúa þessari óheillaþróun við og fjölga heimilislæknum? Ráðuneyti heilbrigðismála hefur í mörg ár talað um að efla þurfi heilsugæsluna, er ekki komin tími til að láta verkin tala? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur af skorti á framtíðarsýn heilsugæslu á Íslandi. Í umræðu um fyrirsjáanlegan skort á heimilislæknum hafa fleiri en ein stétt heilbrigðisstarfsmanna stigið fram og tjáð hug sinn um að taka að sér hluta af vinnu lækna í móttöku sjúklinga, greina sjúkdóma og meðhöndla. Allar þessar stéttir vísa til reynslu erlendis frá og vilja vinna sjálfstætt en minnast ekki á að erlendis er slík móttaka venjulega undir sjórn og á ábyrgð lækna. Mjög mikilvægt er að ráðamenn láti ekki slá ryki í augu sér með skammtímalausnum eða skyndiplástrum og bútasaum í heilsugæslu á kostnað varanlegra lausna. Framtíð heilsugæslunnar felst nú sem áður í vel menntuðum heimilislæknum sem geta þjónað hlutverki sínu sem persónulegur læknir sem þekkir vel til skjólstæðinga sinna og fjölskyldna þeirra. Heimilislæknir sem vinnur teymisvinnu skjólstæðingi sínum til heilla þar sem samfella og góð samskipti og traust er haft að leiðarljósi. Ég kalla eftir langtímahugsun og ábyrgð þingmanna og ráðherra í málefnum heilsugæslunnar og heimilislækninga og spyr: Af hverju voru árum saman engar nýjar stöður heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu á meðan öðrum sérfræðingum á samningi við tryggingarstofnun fjölgaði? Af hverju er heimilislæknum ekki heimilað að starfa sjálfstætt eins og öðrum sérfræðingum? Af hverju hafa námsstöður í heimilislækningum verið af skornum skammti þrátt fyrir viðvaranir Félags heimilislækna um nauðsyn þess að fjölga námsstöðum? Af hverju er ekki búið að setja á stofn aðgerðahóp til að snúa þessari óheillaþróun við og fjölga heimilislæknum? Ráðuneyti heilbrigðismála hefur í mörg ár talað um að efla þurfi heilsugæsluna, er ekki komin tími til að láta verkin tala?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar