Kraftaverk íslenskra Heimsforeldra Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 16. desember 2010 05:00 22.000 börn deyja á degi hverjum af orsökum sem einfalt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Við hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, trúum því að þessi tala geti verið núll. Á Degi rauða nefsins - söfnunarátaki Barnahjálparinnar hinn 3. desember síðastliðinn -bættust hátt í 2.000 Íslendingar í ört stækkandi hóp heimsforeldra UNICEF sem deila þessari sannfæringu með okkur. Hvergi í heiminum styður jafn hátt hlutfall heillar þjóðar við Barnahjálpina með reglulegum hætti og á Íslandi - eða 5% landsmanna. Það er því rík ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu mikilvæga málefni lið; heimsforeldrum sem hafa stutt við bakið á UNICEF í langan tíma, nýjum heimsforeldrum og þeim fjölmörgu sem tóku þátt í söfnuninni með einstökum framlögum. Það var einnig einbeitt og gjafmilt lið sem lagði hönd á plóg við að gera framkvæmd Dags rauða nefsins mögulega. Án stuðnings fjölda frábærra listamanna, tæknifólks, fyrirtækja og annarra samstarfsaðila hefði þessi árangur ekki náðst. Það er því öllum ofangreindum að þakka að UNICEF getur bætt líf og aðstæður enn fleiri nauðstaddra barna í heiminum. Í söfnuninni hækkaði jafnframt meðalframlag hvers heimsforeldris til UNICEF og er það verulega ánægjuleg þróun - ekki síst í ljósi þess að margir hafa nú minna á milli handanna en oft áður. Það sýnir svo ekki verður um villst að í samhengi við viðfangsefni Barnahjálparinnar erum við mörg aflögufær og tilbúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnir til hjálpar þeim sem verr eru settir. Margir spyrja þeirrar réttmætu spurningar hve miklu máli þróunaraðstoð skipti og hvort hún virki í raun og veru. Í 64 ár hefur UNICEF verið leiðandi í heiminum í hjálparstarfi fyrir börn. UNICEF starfar á vettvangi í 156 löndum og svæðum og stendur vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. Sem dæmi um dýrmætan árangur í þróunarmálum á síðustu tveimur áratugum má nefna þrennt: Með samstilltu átaki hefur tekist að fækka um þriðjung þeim börnum í heiminum sem deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Hér spila margir þættir inn í s.s. bólusetningar og bætt heilsugæsla, malaríuvarnir og bætt menntun mæðra. Í annan stað fjölgar þeim sem hafa aðgang að hreinu vatni því nú þurfa um 2 milljörðum færri manneskjur að drekka mengað og óhreint vatn en raunin var árið 1990. Í þriðja lagi hefur mikilvægur árangur náðst hvað varðar aðgengi barna að menntun - því þrátt fyrir að börnum í heiminum, sem þurfa á grunnmenntun að halda hafi fjölgað í heild, voru 86 milljónir árið 2008 án grunnmenntunar samanborið við 106 milljónir árið 1990. Það er erfitt að ná utan um svo stórar tölur og sjá í þeim árangur. UNICEF einsetur sér að standa vörð um réttindi sérhvers barns - hvar sem það kann að finnast og við hvers kyns aðstæður það kann að búa. Það er vissa okkar hjá UNICEF að með samskonar samtakamætti og Íslendingar sýndu á Degi rauða nefsins sé hægt að vinna kraftaverk og að framlag hvers einasta heimsforeldris skiptir þar sköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
22.000 börn deyja á degi hverjum af orsökum sem einfalt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Við hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, trúum því að þessi tala geti verið núll. Á Degi rauða nefsins - söfnunarátaki Barnahjálparinnar hinn 3. desember síðastliðinn -bættust hátt í 2.000 Íslendingar í ört stækkandi hóp heimsforeldra UNICEF sem deila þessari sannfæringu með okkur. Hvergi í heiminum styður jafn hátt hlutfall heillar þjóðar við Barnahjálpina með reglulegum hætti og á Íslandi - eða 5% landsmanna. Það er því rík ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu mikilvæga málefni lið; heimsforeldrum sem hafa stutt við bakið á UNICEF í langan tíma, nýjum heimsforeldrum og þeim fjölmörgu sem tóku þátt í söfnuninni með einstökum framlögum. Það var einnig einbeitt og gjafmilt lið sem lagði hönd á plóg við að gera framkvæmd Dags rauða nefsins mögulega. Án stuðnings fjölda frábærra listamanna, tæknifólks, fyrirtækja og annarra samstarfsaðila hefði þessi árangur ekki náðst. Það er því öllum ofangreindum að þakka að UNICEF getur bætt líf og aðstæður enn fleiri nauðstaddra barna í heiminum. Í söfnuninni hækkaði jafnframt meðalframlag hvers heimsforeldris til UNICEF og er það verulega ánægjuleg þróun - ekki síst í ljósi þess að margir hafa nú minna á milli handanna en oft áður. Það sýnir svo ekki verður um villst að í samhengi við viðfangsefni Barnahjálparinnar erum við mörg aflögufær og tilbúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnir til hjálpar þeim sem verr eru settir. Margir spyrja þeirrar réttmætu spurningar hve miklu máli þróunaraðstoð skipti og hvort hún virki í raun og veru. Í 64 ár hefur UNICEF verið leiðandi í heiminum í hjálparstarfi fyrir börn. UNICEF starfar á vettvangi í 156 löndum og svæðum og stendur vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. Sem dæmi um dýrmætan árangur í þróunarmálum á síðustu tveimur áratugum má nefna þrennt: Með samstilltu átaki hefur tekist að fækka um þriðjung þeim börnum í heiminum sem deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Hér spila margir þættir inn í s.s. bólusetningar og bætt heilsugæsla, malaríuvarnir og bætt menntun mæðra. Í annan stað fjölgar þeim sem hafa aðgang að hreinu vatni því nú þurfa um 2 milljörðum færri manneskjur að drekka mengað og óhreint vatn en raunin var árið 1990. Í þriðja lagi hefur mikilvægur árangur náðst hvað varðar aðgengi barna að menntun - því þrátt fyrir að börnum í heiminum, sem þurfa á grunnmenntun að halda hafi fjölgað í heild, voru 86 milljónir árið 2008 án grunnmenntunar samanborið við 106 milljónir árið 1990. Það er erfitt að ná utan um svo stórar tölur og sjá í þeim árangur. UNICEF einsetur sér að standa vörð um réttindi sérhvers barns - hvar sem það kann að finnast og við hvers kyns aðstæður það kann að búa. Það er vissa okkar hjá UNICEF að með samskonar samtakamætti og Íslendingar sýndu á Degi rauða nefsins sé hægt að vinna kraftaverk og að framlag hvers einasta heimsforeldris skiptir þar sköpum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun