Söng óvæntan dúett með Tom Jones í Los Angeles 23. júní 2010 13:00 Anna Mjöll og Tom Jones syngja lagið When I Fall in Love. Á milli þeirra er stjarfur undirleikari. „Tom var æðislegur. Það varð allt vitlaust,“ segir söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Anna Mjöll kom fram á tónleikastaðnum Vibrato í Bel Air í Los Angeles á mánudagskvöld. Stórsöngvarinn Tom Jones var á meðal áhorfenda og Anna bauð honum að sjálfsögðu upp á svið. Tom, sem varð sjötugur 7. júní, þáði boðið og þau sungu saman lagið When I Fall in Love, sem hefur verið tekið upp af fjölmörgum listamönnum. Þar á meðal Tom sjálfum, Doris Day og Nat King Cole. Anna segir Jones hafa verið á staðnum ásamt systur sinni, en saman voru þau að halda upp á feðradaginn. Hún var ekki viss um hvort hann myndi slá til, en segir að hún hafi hreinlega þurft að athuga það. „Þegar maður er með Tom Jones sitjandi fyrir framan sig, þá á hann að hætta að borða og koma upp á svið. Skítt með þótt hann sé svangur! Hann getur borðað seinna,“ segir Anna og hlær. „Hann kom svo bara upp með glasið sitt.“ Jones söng þrjú lög til viðbótar við það sem hann söng með Önnu og samkvæmt henni trúðu áhorfendur vart sínum eigin augum. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar stjarfir, enda með lifandi goðsögn fyrir framan sig. Anna segir Jones hafa verið gríðarlega fagmannlegan, enda hafi hann stigið algjörlega óundirbúinn á svið og staðið sig með mikilli prýði. „Svo var hann ofboðslega almennilegur og góður,“ segir Anna. Eins og gefur að skilja vildu fjölmargir áhorfendur fá mynd af sér með goðinu. Hann var til í það og sendi áhorfendur hamingjusama heim. „Það reyndu allir að halda aftur af sér, en hann var voða kurteis við alla á meðan myndirnar voru teknar,“ segir Anna. „Svo var hann lengur en allir. Þegar allir voru farnir sat hann heillengi með okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Tom var æðislegur. Það varð allt vitlaust,“ segir söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir. Anna Mjöll kom fram á tónleikastaðnum Vibrato í Bel Air í Los Angeles á mánudagskvöld. Stórsöngvarinn Tom Jones var á meðal áhorfenda og Anna bauð honum að sjálfsögðu upp á svið. Tom, sem varð sjötugur 7. júní, þáði boðið og þau sungu saman lagið When I Fall in Love, sem hefur verið tekið upp af fjölmörgum listamönnum. Þar á meðal Tom sjálfum, Doris Day og Nat King Cole. Anna segir Jones hafa verið á staðnum ásamt systur sinni, en saman voru þau að halda upp á feðradaginn. Hún var ekki viss um hvort hann myndi slá til, en segir að hún hafi hreinlega þurft að athuga það. „Þegar maður er með Tom Jones sitjandi fyrir framan sig, þá á hann að hætta að borða og koma upp á svið. Skítt með þótt hann sé svangur! Hann getur borðað seinna,“ segir Anna og hlær. „Hann kom svo bara upp með glasið sitt.“ Jones söng þrjú lög til viðbótar við það sem hann söng með Önnu og samkvæmt henni trúðu áhorfendur vart sínum eigin augum. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar stjarfir, enda með lifandi goðsögn fyrir framan sig. Anna segir Jones hafa verið gríðarlega fagmannlegan, enda hafi hann stigið algjörlega óundirbúinn á svið og staðið sig með mikilli prýði. „Svo var hann ofboðslega almennilegur og góður,“ segir Anna. Eins og gefur að skilja vildu fjölmargir áhorfendur fá mynd af sér með goðinu. Hann var til í það og sendi áhorfendur hamingjusama heim. „Það reyndu allir að halda aftur af sér, en hann var voða kurteis við alla á meðan myndirnar voru teknar,“ segir Anna. „Svo var hann lengur en allir. Þegar allir voru farnir sat hann heillengi með okkur.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira