Erlent

Óöld í Chile

Óli Tynes skrifar
Fólk ryðst inn um brotna glugga verslunar.
Fólk ryðst inn um brotna glugga verslunar. Mynd/Getty

Sjöþúsund hermenn hafa verið sendir til jarðskjálftasvæðanna í Chile til þess að stöðva þar rán og gripdeildir.

Í bænum Conception er ástandið mjög slæmt. Eldar loga víða um bæinn flestir kveiktir af mannavöldum. Meðal annars var kveikt í risavöxnum stórmarkaði.

Stór hópur manna reyndi að brjóta sér leið inn í markaðinn til þess að fara þar um ránshendi. Lögreglumenn hröktu þá á brott með táragasi og þá var einfaldlega kveikt í húsinu.

Rán og íkveikjur eru nú að breiðast út víðar. Í sumum hverfum hefur fólk reist götuvígi og er þar með heimatilbúin vopn til þess að verjast ræningjum.

Innanríkisráðherra Chile segir að um 200 manns hafi verið handteknir fyrir vopnuð rán og að minnsta kosti einn skotinn til bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×