Erlent

Írönsk stjórnvöld stöðvuðu blaðaútgáfu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karroubi eldri var laminn á mótmælafundi í síðustu viku. Mynd/ AFP.
Karroubi eldri var laminn á mótmælafundi í síðustu viku. Mynd/ AFP.
Yfirvöld í Íran hafa lokað stærsta stjórnarandstöðu dagblaðinu. Þau saka blaðið um að brjóta fjölmiðlalög.

Þá var útgáfa vikublaðs einnig stöðvað en útgáfustjóri þess er sonur Mehdis Karroubi, eins af leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Útgáfustjórinn, Hossein Karroubi, sagði í samtali við fréttastofu BBC að útgáfa blaðsins hefði verið stöðvuð vegna stjórnmálaþátttöku föður síns.

Í síðustu viku var Karroubi eldri barinn af írönskum öryggissveitum á fundi sem haldinn var til að mótmæla ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×