Erlent

Clinton vill miðla málum á Falklandseyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Clinton vill miðla málum. Mynd/ AFP.
Clinton vill miðla málum. Mynd/ AFP.
Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin til þess að aðstoða Breta og Argentínumenn við að leysa deilur þeirra um yfirráð yfir Falklandseyjum, segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Argentína telur sig ráða yfir Falklandseyjunum og hafa stjórnvöld þar verið ósátt við ákvörðun Breta um að hefja olíuboranir í sjónum við eyjarnar.

Clinton segist telja að ríkin tvö geti leyst deiluna sín á milli en ef Bandaríkjamenn gætu aðstoðað við að finna lausn þá væru þeir tilbúnir til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×