Erlent

Landgönguliðar aftur á Iwo Jima

Óli Tynes skrifar
Ein frægasta ljósmynd styrjaldarinnar var tekin þegar bandarískir landgönguliðar reistu fánann á Iwo Jima.
Ein frægasta ljósmynd styrjaldarinnar var tekin þegar bandarískir landgönguliðar reistu fánann á Iwo Jima.

Hundruð bandarískra landgönguliða lentu í dag á japönsku eynni Iwo Jima, 65 árum eftir að fyrirrennarar þeirra háðu þar eina blóðugustu orrustu síðari heimsstyrjaldarinnar.

Að þessu sinni komu landgönguliðarnir þó með friði. Þeir ætla á morgun ásamt japönskum starfsbræðrum sínum að minnast þeirra sem féllu í orrustunni.

Það voru eftir því sem best er vitað 6.821 Bandaríkjamaður og 21.570 Japanar. Nokkrir tugir hermanna sem lifðu af orrustuna verða viðstaddir, Bæði Bandaríkjamenn og Japanar.

Það er lítið um að vera á Iwo Jima í dag. Eftir því sem best er vitað er þar aðeins varðsveit um 300 japanskra hermanna að staðaldri.

Ástæðan er sú að á eynni er svo mikið af ósprungnum sprengjum og fallbyssukúlum að ógerlegt þykir að hreinsa hana svo vel að almenn umferð verði örugg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×