Lofaði Samfylking að svíkja? Gísli Marteinn Baldursdóttir skrifar 21. desember 2010 10:02 Capacent spurði borgarbúa í október hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það atriði sem flestir nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%. Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta var þjónusta við eldri borgara. Númer þrjú var svo: "Göngu-/hjólastígar/stuðningur við bíllausan lífsstíl." Tæp 13% nefndu það. Það eru þess vegna heldur kaldar kveðjur sem meirihlutinn í Reykjavík sendir borgarbúum með því að skera niður þjónustu Strætó. Hækkun á fargjöldum og lélegri þjónusta er það sem borgarbúar fá, jafnvel þótt þeir séu á sama tíma látnir borga meira í sameiginlega sjóði Reykjavíkur. Þessi meirihluti lofaði því í málefnasamningi að "efla almenningssamgöngur og auka tíðni". Í kosningaloforðum Samfylkingarinnar í vor sagði: "Strætisvagnar eiga að ganga á 10 mínútna fresti á álagstímum. Þeir ganga alla daga ársins." Ekkert hefur verið gert til að uppfylla þessi loforð, heldur eru framlög til Strætó verulega skorin niður í fyrstu fjárhagsáætlun þessa sama flokks. Þeir fáu dagar sem akstur hefur verið felldur niður eru áfram strætólausir, þótt Samfylkingin hafi komist til valda. Síðast þegar Samfylkingin var í meirihluta í Reykjavík, í R-lista brallinu, var stöðugt talað um betri almenningssamgöngur. En mikill munur var á orðum og efndum. Á þeim tíma versnaði nefnilega þjónusta Strætó og farþegum fækkaði sífellt. Undanfarið hafa hins vegar vaknað vonir um að þetta væri að breytast. Fleira fólk nýtir sér nú Strætó, þjónustan hefur batnað með auknum forgangi í umferðinni, góðu viðmóti vagnstjóra, merktum biðskýlum og nemakortum fyrir námsmenn, svo fátt eitt sé nefnt. Borgarbúar átta sig vel á mikilvægi almenningssamgangna, líka þeir sem ekki nota þær. Hver og einn fullur Strætó í morgunumferðinni er í raun að fækka bílum á götunni um 60-70, miðað við að notendur hans væru ella akandi. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hversu slæmt ástandið væri á götunum ef Strætó nyti ekki við. En einmitt þegar jákvæð teikn virðast á lofti ákveður meirihlutinn í Reykjavík að ganga á bak orða sinna og skerða þjónustu Strætó. Lofaði Samfylkingin líka að svíkja öll loforðin sín? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Capacent spurði borgarbúa í október hvaða þjónustu Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta. Það atriði sem flestir nefndu var að það þyrfti að bæta almenningssamgöngur, tæp 16%. Ég hef ekki séð neina umfjöllun um þessar merkilegu niðurstöður. Meira en þúsund Reykvíkingar voru í úrtakinu og 77% svöruðu. Númer tvö á listanum yfir þjónustu sem Reykjavíkurborg þyrfti helst að bæta var þjónusta við eldri borgara. Númer þrjú var svo: "Göngu-/hjólastígar/stuðningur við bíllausan lífsstíl." Tæp 13% nefndu það. Það eru þess vegna heldur kaldar kveðjur sem meirihlutinn í Reykjavík sendir borgarbúum með því að skera niður þjónustu Strætó. Hækkun á fargjöldum og lélegri þjónusta er það sem borgarbúar fá, jafnvel þótt þeir séu á sama tíma látnir borga meira í sameiginlega sjóði Reykjavíkur. Þessi meirihluti lofaði því í málefnasamningi að "efla almenningssamgöngur og auka tíðni". Í kosningaloforðum Samfylkingarinnar í vor sagði: "Strætisvagnar eiga að ganga á 10 mínútna fresti á álagstímum. Þeir ganga alla daga ársins." Ekkert hefur verið gert til að uppfylla þessi loforð, heldur eru framlög til Strætó verulega skorin niður í fyrstu fjárhagsáætlun þessa sama flokks. Þeir fáu dagar sem akstur hefur verið felldur niður eru áfram strætólausir, þótt Samfylkingin hafi komist til valda. Síðast þegar Samfylkingin var í meirihluta í Reykjavík, í R-lista brallinu, var stöðugt talað um betri almenningssamgöngur. En mikill munur var á orðum og efndum. Á þeim tíma versnaði nefnilega þjónusta Strætó og farþegum fækkaði sífellt. Undanfarið hafa hins vegar vaknað vonir um að þetta væri að breytast. Fleira fólk nýtir sér nú Strætó, þjónustan hefur batnað með auknum forgangi í umferðinni, góðu viðmóti vagnstjóra, merktum biðskýlum og nemakortum fyrir námsmenn, svo fátt eitt sé nefnt. Borgarbúar átta sig vel á mikilvægi almenningssamgangna, líka þeir sem ekki nota þær. Hver og einn fullur Strætó í morgunumferðinni er í raun að fækka bílum á götunni um 60-70, miðað við að notendur hans væru ella akandi. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hversu slæmt ástandið væri á götunum ef Strætó nyti ekki við. En einmitt þegar jákvæð teikn virðast á lofti ákveður meirihlutinn í Reykjavík að ganga á bak orða sinna og skerða þjónustu Strætó. Lofaði Samfylkingin líka að svíkja öll loforðin sín?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar