Bændaforustan og samninganefndin Ingimundur Bergmann skrifar 9. desember 2010 03:00 Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun