Bændaforustan og samninganefndin Ingimundur Bergmann skrifar 9. desember 2010 03:00 Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun