Erlent

Enn eitt fjöldamorðið í Kína

Óli Tynes skrifar

Kínverskur maður myrti átta manns með hnífi um helgina, þar á meðal fjölskyldu sína.

Hann byrjaði á myrða tíu ára gamla dóttur sína og þar á eftir móður sína sem var 83 ára gömul.

Þá myrti hann eiginkonu sína og tvær manneskjur í nágrannaíbúð og þrjá þorpsbúa sem reyndu að bjarga sér á flótta.

Kínverjar eru slegnir yfir endurteknum fjöldamorðum og árásum, sérstaklega á leikskóla.

Þrjár árásir hafa verið gerðar á leikskólabörn undanfarnar vikur. Yfirvöld hafa fyrirskipað aukna öryggisgæslu við leikskóla í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×