Innlent

Margir vildu áritun Vigdísar

Vigdís áritaði bókina í dag.
Vigdís áritaði bókina í dag.
Röð myndaðist í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi þegar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Páll Valsson árituðu í dag ævisögu Vigdísar, Kona verður forseti, eftir þann síðarnefnda. Þau árituðu bókina í eina og hálfa klukkustund. Margir nýttu einnig tækifærið og spjölluðu við Vigdísi um það sem þeim lá á hjarta.

Bókin Kona verður forseti er sú mest selda í Bókabúð Máls & menningar og var einnig valin besta ævisagan í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks bókaverslana árið 2009, að fram kemur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×