Erlent

Draumurinn loks að rætast

Óli tynes skrifar
Boeing Dreamliner, í loftið á morgun.
Boeing Dreamliner, í loftið á morgun.

Stefnt er að því að Boeing 787 Dreamliner fari í sitt fyrsta reynsluflug á morgun. Það er um tveimur árum á eftir áætlun því stöðugar seinkanir hafa orðið á þróunarvinnu og smíði. Það hefur bæði verið vegna tæknivanda og fjárskorts.

Dreamliner vélarnar taka um 330 farþega og 865 vélar hafa þegar verið pantaðar hjá Boeing verksmiðjunum. Þær eru sagður vera sannkallaður draumur bæði fyrir farþega og áhafnir, því lögð hefur verið mikil áhersla á að sem best fari um alla sem um borð koma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×