Erlent

Óttast veitingastaði í Kaupmannahöfn

Óli Tynes skrifar
Allmargar skotárásir hafa verið gerðar á veitingahúsum í Kaupmannahöfn.
Allmargar skotárásir hafa verið gerðar á veitingahúsum í Kaupmannahöfn.

Margar af þeim skotárásum sem gerðar hafa verið í Kaupmannahöfn síðasta árið hafa verið gerðar á veitingastöðum þar sem annaðhvort Vítisenglar eða innflytjendagengi halda til.

Yfir eitthundrað skotárásir voru gerðar í höfuðborginni á þessu ári. Sex manns hafa látið lífið og fimmtíu og níu særst.

Þeirra á meðal saklausir borgarar sem voru svo óheppnir að vera á röngum stað á röngum tíma.

Þetta er orðið veitingamönnum í Kaupmannahöfn nokkurt áhyggjuefni, sem og samtökum þeirra.

Þeir hafa áhyggjur af því að fólk sé farið að forðast veitingastaði, sérstaklega í nokkrum hverfum þar sem bardagagengin halda helst til.

Lone Njor Hult talskona samtaka veitingamanna segir að þetta sé mjög óheppilegt ástand, en þó ekki ástæða til að gera meira úr því en efni standa til.

Sem betur fer sé ekkert hættulegra að fara á veitingastað en að ganga um götur borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×