Hagfræði andskotans II Gunnar Tómasson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu. Í svargrein sinni 17. apríl (Andskotinn og hagfræðin) tiltekur Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tölfræðileg gögn og útreikninga sem eru fræðilegum forsendum umræddra áhrifa óviðkomandi. Slíkt vinnulag er ein ástæða þess að ég tel nútíma hagfræði vera rugl eins og Guðmundur nefnir. Eitt sinn undirstrikaði Paul Samuelson, faðir nútíma hagfræði, mikilvægi vandaðs vinnulags með þessum orðum: „Fræðimaður á sviði hagfræði sem er ruglukollur í aðferðafræði getur eytt ævinni í baráttu við vindmyllur." [„A scholar in economics who is fundamentally confused concerning [methodology] may spend a life-time shadow-boxing with reality."] Þar kemur vel á vondan því sú ríkjandi hagfræði [e. mainstream economics] sem Samuelson ruddi braut fyrir liðlega sextíu árum lagði grunninn að þeirri rjúkandi rúst sem er hagkerfi Íslands og heimsins alls í dag. Í minningargrein um John Maynard Keynes (Econometrica, júlí 1946) lét Samuelson að því liggja að farið hefði fé betra m.a. á þeim forsendum (a) að Keynes hefði ekki skilið eigin kenningar, (b) að hann hefði í öllu falli aldrei haft áhuga á fræðilegri hagfræði, og (c) að Keynes hefði gagnrýnt hagmælingar (e. econometrics) án þess að bera skyn á viðfangsefnið. Hér er tekið djúpt í árinni vegna ágreinings um aðferðafræði. Keynes taldi kjarna „hagfræðinnar varða aðferðafræði en ekki kennisetningar, hún væri tæki hugans, hugsanatækni, sem auðveldar þeim sem hafa hana á valdi sínu að draga réttar ályktanir." [„It is a method rather than a doctrine, an apparatus of the mind, a technique of thinking, which helps its possessor to draw correct conclusions."] Orð Keynes endurspegla skilgreiningu á hagfræðin sem John Stuart Mill taldi „vera ótvírætt eðli hennar að skilningi allra virtustu kennara hagfræði." [„Such is undoubtely its character as it has been understood and taught by all its most distinguished teachers."] Skilningur Samuelsons og Milton Friedmans er allt annar og endurspeglast m.a. í mótleik Guðmundar Ólafssonar gegn þeim fræðilegu rökum sem liggja að baki umsögn minni um verðtryggingu sem Hagfræði andskotans. Friedman talaði fyrir munn þeirra beggja þegar hann sagði rökfastan málflutning vera aukaatriði í umræðu um álitamál á vettvangi hagfræði. [„Logical completeness and consistency are relevant but play a subsidiary role."] Rugl trompar því rök ef svo ber undir. Dómur reynslunnar verður þó ekki umflúinn, sbr. hið fornkveðna: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Höfundur er hagfræðingur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun