Aðgengi fyrir alla kjósendur Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 24. apríl 2009 06:00 Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja. Kjósendur hafa ýmsar leiðir til þess að afla sér upplýsinga. Meðal annarra eru þær leiðir að skoða heimasíður flokkanna og fá sér kaffisopa á kosningaskrifstofum til að kynna sér stefnuskrár og hitta fólk. Í þeim hörmungum sem yfir okkur hafa dunið skapast ný tækifæri. Tækifæri til þess að hugsa út fyrir rammann og byggja upp nýtt og betra samfélag reist á rústum þess fyrra. Það er af mörgu að taka og öll getum við dregið drjúgan lærdóm af fyrri misserum. Eitt af því sem ætti að vera grundvallarforsenda á Nýju Íslandi er að í jafn fámennu en ríku landi af auðlindum eiga allir að geta haft það gott og allir eiga rétt á þeim jarðvegi sem þarf til að blómstra í samfélaginu. Það skýtur því skökku við að stjórnmálaflokkarnir sem starfa í umboði allrar þjóðarinnar skuli ekki huga að því að hafa heimasíður sínar þannig úr garði gerðar að fólk með skerðingar geti með betra móti nýtt sér þær. Það er ekki flókið mál að hanna heimasíður á þann hátt að sem flestir geti vafrað um þær. Ein leið til þess er stilling sem kallast „mínar stillingar" þar sem notandi síðunnar getur stillt hana eftir sínum þörfum, t.d. breytt lit á bakgrunni og stækkað letur óendanlega mikið. Þessi hamur síðunnar vistast svo þannig að ekki þarf að stilla upp á nýtt í næsta skipti sem farið er inn á hana. Hér á landi er starfrækt fyrirtæki sem heitir Sjá.is sem sérhæfir sig í því að meta aðgengi heimasíðna og veita þeim vottun. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um hvað þarf að bæta til þess að síðan verði aðgengilegri. Tekið er mið af ólíkum þörfum fólks, til dæmis þeirra sem nota lesvélar, eru með hreyfihömlun, lesblindu eða annað. Að auki verða síðurnar notendavænni fyrir alla aðila fyrir vikið. Við lauslega úttekt greinahöfundar kom í ljós að aðeins einn stjórnmálaflokkur er með „mínar stillingar" á heimasíðu sinni en það er síða Framsóknar. Á sama hátt er það merkilegt að skrifstofur stjórnmálaflokka og kosningaskrifstofur skuli margar vera óaðgengilegar. Ekki er mikið mál að huga að þessum málum strax í upphafi þannig að alltaf séu lyftur fyrir hendi, breiðar hurðar, dyrapumpur, skrifstofan helst á fyrstu hæð, rampar og annað sem þarf til að tryggja aðgengi. Af könnun sem kynnt var í fréttum nýlega kom fram að Sjálfstæðisflokkur var sá flokkur sem kom best út varðandi manngert aðgengi. Á flestum stöðum var þó ýmsu ábótavant hjá öllum flokkum. Hvernig ætlar stjórnmálaflokkur að fá atkvæði kjósanda sem hvorki getur lesið heimasíðuna né kíkt í kosningakaffi? Er ekki slíkur flokkur að senda þau skilaboð að hann hafi ekki alla í huga þegar hann skipuleggur umhverfi sitt og starf án þess að huga að aðgengi allra? Munu fulltrúar hans þá hafa alla í huga þegar þeir starfa í þágu þjóðarinnar á Alþingi? Höfundur er nemi, flokksbundin Framsóknarkona og áhugamanneskja um samfélag fyrir alla.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun