Handbolti

RN Löwen og Gummersbach áfram í bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur skoraði 4 mörk í kvöld.
Ólafur skoraði 4 mörk í kvöld.

Þrjú Íslendingalið tryggðu sig inn í átta liða úrslitin í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í kvöld. Það fjórða bætist við síðar í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen lagði Melsungen að velli, 36-31. Guðjón Valur Sigurðsson með 7 mörk fyrir Löwen, Ólafur Stefánsson skoraði 4 og Snorri Steinn Guðjónsson 2.

Gummersbach rúllaði yfir Bernburg, 42-22, þar sem Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach.

TuS N Lubbecke lagði síðan Erlangen, 20-26. Heiðmar Felixson komst ekki á blað hjá Lubbecke í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×