Innlent

Geir kvaddi alþjóðlega samstarfsmenn sína

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Geir Haarde, fráfarandi forsætisráðherra, nýtti tækifærið á málþingi um öryggismál á norðurslóðum til að þakka fyrir það samstarf sem hann hefur átt á vettvangi NATO. Málþingið fer, sem kunnugt er, fram á Hilton Hotel í Reykjavík í dag og flutti Geir framsögu sem forsætisráðherra í morgun. Geir sagðist vonast til þess að geta átt áframhaldandi alþjóðlegt samstarf um öryggismál á öðrum vettvangi.

Geir minntist á það í ræðu sinni að nú væru tímar ölduróts í efnahagsmálum og mikillar óvissu. Ísland hefði orðið harðar úti í efnahagskreppunni en flest önnur ríki. Geir þakkaði vinaþjóðum Íslendinga fyrir stuðning þeirra og nána samvinnu við að fást við viðfangsefni sem Íslendingar hefðu þurft að fást við.

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, þakkaði Geir fyrir að hafa komið að skipulagningu þessarar ráðstefnu. Hann þakkaði Geir samstarfið og sagðist líta á hann sem persónulegan vin sinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×