Innlent

Hvarf á braut þegar þjófavarnakerfi glumdi

Brotist var inn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í nótt og fór þjófavarnakerfi í gang. Við það virðist sem styggð hafi komið að þjófnum því hann hvarf á braut og er ófundinn.

Samkvæmt sporum eftir hann innandyra var hann kominn inn í rými þar sem meðal annars eru skjávarpar og tölvur, sem þjófar sækjast mjög eftir, en hann gaf sér ekki tíma til að hafa neitt á brott með sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×