Erlent

Breskri leiðtogar í fyrsta sinn í sjónvarpskappræður

Gordon Brown forsætisráðherra þykir ekki koma sérstaklega vel fyrir í beinni útsendingu og því verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun farnast í kappræðum.
Gordon Brown forsætisráðherra þykir ekki koma sérstaklega vel fyrir í beinni útsendingu og því verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun farnast í kappræðum. MYND/AP

Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands munu mætast í kappræðum í sjónvarpi fyrir kosningar sem fyrirhugaðar eru einhverntíma á næsta ári, líklegast í maí. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem þessi háttur er hafður á. Gordon Brown, Verkamannaflokki, David Cameron, Íhaldsflokki og Nick Clegg fyrir Frjálslynda demókrata munu mætast í kappræðum á sjónvarpsstöðvunum ITV, Sky og BBC. Kappræðurnar verða haldnar fyrir framan áhorfendur í sjónvarpsal og verður hver þáttur um 90 mínútna langur.

Sjónvarpskappræður hafa undanfarna áratugi verið snar þáttur í kosningabaráttu í flestum ríkjum en einhverra hluta vegna hafa Bretar aldrei farið þá leið og munu leiðtogar flokkanna hingað til verið tregir til að láta teyma sig fyrir framan myndavélarnir á slíkri örlagastundu eins og síðustu dagar fyrir kosningar eru.

Í Bandaríkjunum hafa sjónvarpskappræður löngum skipað mikilvægan sess enda þótti léleg frammistaða Richards Nixons og góð frammistaða Johns F. Kennedy hafa skipt miklu þegar sá síðarnefndi fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum þar í landi árið 1960. Það var í fyrsta sinn sem frambjóðendur þar á bæ mættust í sjónvarpi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×