Erlent

Mál gegn Polanski ekki látið niður falla

Áfrýjunardómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að mál gegn honum verði látið niður falla. Polanski var árið 1977 ákærður og dæmdur fyrir barnaníð í ríkinu. Hann flúði til Evrópu og hefur aldrei snúið aftur á bandaríska grund.

Lögmenn Polanskis höfðu farið fram á að málið yrði látið niður falla á grundvelli þess að dómarinn í málinu á sínum tíma hafi brotið af sér. Polanski var á dögunum handtekinn í Sviss og bíður hann þess nú að verða framseldur til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×