Erlent

Bandaríkin æfa eldflaugaárás frá Íran

Óli Tynes skrifar
Eins og skjóta niður byssukúlu með annarri byssukúlu.
Eins og skjóta niður byssukúlu með annarri byssukúlu.

Bandaríkjamenn ætla í janúar að æfa hvernig þeir myndu verjast langdrægri kjarnorkueldflaug frá Íran. Þeir hafa áður æft hvernig þeir myndu verjast eldflaugaárás frá Norður-Kóreu.

Munurinn á þessu æfingum er sá að flaugarnar kæmu sín eftir hvorri brautinni úr sitt hvorri áttinni. Það er því meðal annars verið að prófa hvernig ratsjárkerfin virka.

Langdrægri bandarískri eldflaug verður skotið frá Marshall eyjum á Suður-Kyrrahafi. Hún verður í hlutverki írönsku flaugarinnar. Loftvarnaflauginni voru svo skotið frá Vandenburg herstöðinni í Kaliforníu.

Að skjóta niður eldflaug með annarri eldflaug hefur verið líkt við að skjóta niður byssukúlu með byssukúlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×