Innlent

Akranes stendur af sér hrunið

Gísli bæjarstjóri segist stoltur yfir því hversu vel hafi gengið. Starfsfólk bæjarins eigi stóran hlut í því, en öll laun yfir 300.000 krónum voru skert eftir hrunið.fréttablaðið/GVA
Gísli bæjarstjóri segist stoltur yfir því hversu vel hafi gengið. Starfsfólk bæjarins eigi stóran hlut í því, en öll laun yfir 300.000 krónum voru skert eftir hrunið.fréttablaðið/GVA

Fjárhagsáætlun Akranes­kaupstaðar fyrir næsta ár er jákvæð og var í vikunni samþykkt af bæjarstjórn. Áætlað eiginfjárhlutfall er 45 prósent. Ráðist verður í verklegar framkvæmdir fyrir 120 milljónir. Áætlaðar langtímaskuldir eru um 2,5 milljarðar króna, en áætlað eigið fé 4,2 milljarðar.

„Okkar staða er mjög góð. Við byrjuðum að gera ráðstafanir strax í fyrrahaust þegar hrunið gekk yfir og stoppuðum þær framkvæmdir sem hægt var að stoppa. Við fórum í hagræðingaraðgerðir og fengum starfsfólkið og sviðin og skólana til að vinna með okkur. Ég tel að það sé ríkasta ástæðan fyrir því hvað við komumst vel út úr þessu,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri.

Farið hafi verið í gegnum allan rekstur bæjarins og sú skoðun hafi skilað verulegum hagnaði.

„Við erum því með handbært fé upp á 155 milljónir í stað þrjátíu, sem við gerðum ráð fyrir. Við munum greiða niður skuldir fyrir 286 milljónir en tökum engin lán,“ segir hann.

Spurður um erlendar skuldir segir hann rétt að ekki hafi verið gengið frá afleiðulánum við Landsbankann. Hins vegar telji hann ekki að gerð verði krafa um að greiða þau upp. Þau lán eru í fyrrgreindri heildartölu skulda, 2,5 milljarðar.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×