Erlent

Auschwitz-skiltið endurheimt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hið heimsþekkta járnskilti Auschwitz-útrýmingarbúðanna, þar sem stendur Arbeit macht Frei, Vinnan gefur frelsi, hefur verið endurheimt en því var stolið í síðustu viku. Pólska lögreglan handtók fimm manns sem grunaðir eru um stuldinn en mikill viðbúnaður var vegna hans og setti lögregla upp vegartálma víða og leitaði skipulega á brautarstöðvum og flugvöllum á stóru svæði. Háum peningaverðlaunum hafði verið heitið fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að skiltið fyndist en ekki er ljóst hvað fimmmenningarnir ætluðu sér með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×