Innlent

Jólabjórinn búinn

Jólabjór er nær uppseldur á landinu en um fimmtíu prósent meira hefur selst af slíkum bjór fyrir þessi jól en áður. Sérstakur jólabjór brugghúsanna hefur rokið út í desember og er nú nær ófáanlegur í vínbúðum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að gert sé ráð fyrir því að almenn sala á áfengi í Vínbúðunum dragist örlítið saman í desember miðað við sama tíma í fyrra. Aukin sala á jólabjór er því nokkuð á skjön við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×