Erlent

Tugþúsundir flýja eldfjall

MYND/AP

Tugþúsundum hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín á Fillipseyjum en vísindamenn reikna með því að eitt stærsta eldfjall landsins fari að gjósa á næstu dögum. Fleiri en 9000 fjölskyldur, eða tæplega 45 þúsund manns, hafa verið fluttar í búðir sem reistar hafa verið í hæfilegri fjarlægð frá fjallinu Mayon. Sumir íbúar í nágrenninu kjósa þó heldur að halda sig heima og óttast margir að þjófar fari ránshendi um heimili þeirra yfirgefi þeir þau.

Fjallið er í um 500 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Fillipseyja, Manila. Það hefur gosið oft í gegnum tíðina en árið 1814 létust rúmlega 1200 manns og lögðust nokkur þorp í eyði. Síðasta stóra gos í fjallinu var árið 1993.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×